Skrímsli eru til rétt eins og dýrlingar 17. ágúst 2011 07:15 Ignacio López Moreno er nú langt kominn með myndskreytinguna sem hylur veggi Skrímslasetursins á Bíldudal. mynd/maría Skrímslasetrið á Bíldudal hefur tekið nokkrum stakkaskiptum síðustu daga. Þó að enn dúsi sömu skrímslin innan veggja eru nú önnur komin utan á safnið. Sá sem hefur laðað þessa vætti á veggina er þó enginn heimamaður, og þó. Þarna er að verki spænski myndlistarmaðurinn Ignacio López Moreno, sem jafnframt er prófessor við Háskólann í Murcia. „Þetta er í raun þakkarvottur minn til Bílddælinga, sem hafa tekið mér og konu minni af þvílíkum hlýhug að ég er farinn að kvíða fyrir brottför,“ segir Moreno. „Ég kom hingað í fyrravetur með rannsóknarstyrk upp á vasann og var þá hjálpað á allra handa máta. Þá dvaldi ég líka á Ísafirði og svo í Reykjavík. Síðan fór ég til Spánar og lauk doktorsritgerð minni en Íslandsdvölin setti mark sitt á hana.“ Það væsti ekki um hann hér á norðurhjara um miðjan vetur. „Nei, í raun var veturinn mun veðursælli en ég átti von á en þó er það hlýhugur Íslendinga sem kom mér mest á óvart. Sem dæmi um þetta get ég sagt að þegar ég kom aftur til Bíldudals nú í júlí var mér tekið eins og hverjum öðrum Bílddælingi sem væri kominn heim úr langri kaupstaðaferð.“ Skrímslaátrúnaður Bílddælinga kemur þó spænska fræðimanninum ekki spánskt fyrir sjónir. „Nei, í raun ekki. Mér sýnist að á Íslandi gegni skrímsli, tröll og aðrir vættir svipuðu hlutverki og dýrlingarnir á Spáni. Öll þessi fyrirbæri eiga það sameiginlegt að þau sameina fólkið á ákveðnum svæðum undir ákveðnum formerkjum. Þannig eru skrímsli vissulega til að sama leyti og dýrlingurinn sem heiðraður er á þorpshátíðinni í mínu þorpi.“ Ekki ætlar Moreno að skilja öll skrímslin eftir fyrir vestan því hann ætlar að kynna þessi fyrirbæri fyrir fræðimönnum á sérstakri ráðstefnu í háskólanum Complutense í Madríd í október. „Þessi ráðstefna fjallar um skapandi borgir, Bíldudalur getur seint kallast borg en það skortir hvorki á sköpunargáfuna né sköpunargleðina. Ég vona bara að áheyrendur taki erindi mínu með opnum huga, það er kannski ekki hlaupið að því að tala um skrímsli á akademískum vettvangi eins og hver annar Gunnar væri. Vonandi fá þeir ekki á tilfinninguna að ég hafi gengið af göflunum hér á norðurhjara.“ jse@frettabladid.is Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Sjá meira
Skrímslasetrið á Bíldudal hefur tekið nokkrum stakkaskiptum síðustu daga. Þó að enn dúsi sömu skrímslin innan veggja eru nú önnur komin utan á safnið. Sá sem hefur laðað þessa vætti á veggina er þó enginn heimamaður, og þó. Þarna er að verki spænski myndlistarmaðurinn Ignacio López Moreno, sem jafnframt er prófessor við Háskólann í Murcia. „Þetta er í raun þakkarvottur minn til Bílddælinga, sem hafa tekið mér og konu minni af þvílíkum hlýhug að ég er farinn að kvíða fyrir brottför,“ segir Moreno. „Ég kom hingað í fyrravetur með rannsóknarstyrk upp á vasann og var þá hjálpað á allra handa máta. Þá dvaldi ég líka á Ísafirði og svo í Reykjavík. Síðan fór ég til Spánar og lauk doktorsritgerð minni en Íslandsdvölin setti mark sitt á hana.“ Það væsti ekki um hann hér á norðurhjara um miðjan vetur. „Nei, í raun var veturinn mun veðursælli en ég átti von á en þó er það hlýhugur Íslendinga sem kom mér mest á óvart. Sem dæmi um þetta get ég sagt að þegar ég kom aftur til Bíldudals nú í júlí var mér tekið eins og hverjum öðrum Bílddælingi sem væri kominn heim úr langri kaupstaðaferð.“ Skrímslaátrúnaður Bílddælinga kemur þó spænska fræðimanninum ekki spánskt fyrir sjónir. „Nei, í raun ekki. Mér sýnist að á Íslandi gegni skrímsli, tröll og aðrir vættir svipuðu hlutverki og dýrlingarnir á Spáni. Öll þessi fyrirbæri eiga það sameiginlegt að þau sameina fólkið á ákveðnum svæðum undir ákveðnum formerkjum. Þannig eru skrímsli vissulega til að sama leyti og dýrlingurinn sem heiðraður er á þorpshátíðinni í mínu þorpi.“ Ekki ætlar Moreno að skilja öll skrímslin eftir fyrir vestan því hann ætlar að kynna þessi fyrirbæri fyrir fræðimönnum á sérstakri ráðstefnu í háskólanum Complutense í Madríd í október. „Þessi ráðstefna fjallar um skapandi borgir, Bíldudalur getur seint kallast borg en það skortir hvorki á sköpunargáfuna né sköpunargleðina. Ég vona bara að áheyrendur taki erindi mínu með opnum huga, það er kannski ekki hlaupið að því að tala um skrímsli á akademískum vettvangi eins og hver annar Gunnar væri. Vonandi fá þeir ekki á tilfinninguna að ég hafi gengið af göflunum hér á norðurhjara.“ jse@frettabladid.is
Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Sjá meira