Leikskólar í Reykjavík munu skerða þjónustu 16. ágúst 2011 07:00 Ragnhildur Erla Bjarnadóttir Leikskólum Reykjavíkurborgar verður ekki lokað þó að leikskólakennarar sem eru í Félagi leikskólakennara (FL) fari í verkfall næsta mánudag, segir Ragnhildur Erla Bjarnadóttir, sviðsstjóri leikskólasviðs borgarinnar. Öllum leikskólum á vegum Akureyrarbæjar mun hins vegar verða lokað. Í gær lauk árangurslausum sáttafundi í kjaradeilu sveitarfélaga og leikskólakennara, án þess að boðað væri til annars fundar hjá sáttasemjara. Leikskólasvið Reykjavíkurborgar vinnur nú að viðbragðsáætlun, þar sem skoðað er hve mikil röskun verður hjá leikskólum borgarinnar og hvernig brugðist verður við því. Leikskólastjórnendur hafa fengið viðmiðunarreglur til að hafa til hliðsjónar ef til verkfalls kemur. Þar kemur meðal annars fram að ef deildarstjórar leikskóla eru ekki í Félagi leikskólakennara (FL) má viðkomandi deild taka við börnum sem skráð eru þangað, en ekki af öðrum deildum. Algengast er að aðstoðarleikskólastjórar í Reykjavík starfi einnig sem deildarstjórar og munu þeir því halda áfram að taka á móti leyfilegum fjölda barna er miðast við útreikninga á fjölda barna á hvern starfsmann. Þá munu ófaglærðir starfsmenn leikskóla, sem ekki eru í FL, einnig mæta áfram til vinnu ef til verkfalls kemur. Á Akureyri eru hins vegar allir starfandi deildarstjórar félagar í FL og því er séð fram á að allir leikskólar munu lokast í verkfallinu. Sigríður Ósk Jónasdóttir, leikskólastjóri á Flúðum á Akureyri, segir útlitið ekki bjart þar. „Allir skólar loka. Allir deildarstjórar hér eru í FL og því geta þær deildir ekki haldist opnar," segir hún. Sigríður bætir við að fyrirspurnum foreldra hafi fjölgað í gær, en hún telur þó að almennt sýni þeir kennurum skilning í kjarabaráttu sinni. - kóþ, sv Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Sjá meira
Leikskólum Reykjavíkurborgar verður ekki lokað þó að leikskólakennarar sem eru í Félagi leikskólakennara (FL) fari í verkfall næsta mánudag, segir Ragnhildur Erla Bjarnadóttir, sviðsstjóri leikskólasviðs borgarinnar. Öllum leikskólum á vegum Akureyrarbæjar mun hins vegar verða lokað. Í gær lauk árangurslausum sáttafundi í kjaradeilu sveitarfélaga og leikskólakennara, án þess að boðað væri til annars fundar hjá sáttasemjara. Leikskólasvið Reykjavíkurborgar vinnur nú að viðbragðsáætlun, þar sem skoðað er hve mikil röskun verður hjá leikskólum borgarinnar og hvernig brugðist verður við því. Leikskólastjórnendur hafa fengið viðmiðunarreglur til að hafa til hliðsjónar ef til verkfalls kemur. Þar kemur meðal annars fram að ef deildarstjórar leikskóla eru ekki í Félagi leikskólakennara (FL) má viðkomandi deild taka við börnum sem skráð eru þangað, en ekki af öðrum deildum. Algengast er að aðstoðarleikskólastjórar í Reykjavík starfi einnig sem deildarstjórar og munu þeir því halda áfram að taka á móti leyfilegum fjölda barna er miðast við útreikninga á fjölda barna á hvern starfsmann. Þá munu ófaglærðir starfsmenn leikskóla, sem ekki eru í FL, einnig mæta áfram til vinnu ef til verkfalls kemur. Á Akureyri eru hins vegar allir starfandi deildarstjórar félagar í FL og því er séð fram á að allir leikskólar munu lokast í verkfallinu. Sigríður Ósk Jónasdóttir, leikskólastjóri á Flúðum á Akureyri, segir útlitið ekki bjart þar. „Allir skólar loka. Allir deildarstjórar hér eru í FL og því geta þær deildir ekki haldist opnar," segir hún. Sigríður bætir við að fyrirspurnum foreldra hafi fjölgað í gær, en hún telur þó að almennt sýni þeir kennurum skilning í kjarabaráttu sinni. - kóþ, sv
Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Sjá meira