Segja sleggjudóma ríkja um innflutning 16. ágúst 2011 08:30 Farga þarf 9.000 kjúklingum í Reykjagarði í þessari viku vegna salmónellusýkingar. Fyrirtækið framleiðir Holtakjúklinga. fréttablaðið/hari páll hilmarsson Neytendasamtökin hafa krafist þess að tollar á innfluttar kjötvörur verði afnumdir eða í það minnsta lækkaðir. Bregðast verði við fregnum af kjötskorti í landinu. „Það er hlálegt að ráðherra beri við fæðuöryggi varðandi ákvarðanir sínar um innflutning og háa tolla á sama tíma og skortur er á kjöti í landinu. Þetta sýnir best þær ógöngur sem núverandi stefna í landbúnaðarmálum, með höftum og ofurtollum á innfluttar landbúnaðarvörur, er komin í,“ segir í tilkynningu á heimasíðu samtakanna. Hildur Traustadóttir, framkvæmdastjóri Félags kjúklingabænda, fullyrti í Fréttablaðinu á laugardag að framleiðendur önnuðu innlendri eftirspurn. Ekki hafi verið skortur á kjúklingakjöti en sala á kjöti hafi almennt minnkað undanfarið. Páll Hilmarsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Innness, segir þetta fráleitar fullyrðingar. Minni kjötsölu megi rekja til minni almennrar neyslu í kjölfar hrunsins. Innnes er með um 30 prósenta markaðshlutdeild í innfluttu kjúklingakjöti. „Það þarf ekki að horfa lengra aftur en til ársins í ár og fyrra til að finna dæmi þess að salmónellusýking hafi valdið skorti á kjúklingakjöti. Við mótmælum því þessum fullyrðingum harðlega.“ Hildur sagði á laugardag að ef innflutningur yrði aukinn þyrftu innlendir framleiðendur að fá leyfi til að auka magn innblöndunarefna í kjúklingi og fullyrti að hér á landi mættu þau vera tíu prósent vörunnar, en 20 prósent erlendis. Jónína Þ. Stefánsdóttir, sérfræðingur á Matvælastofnun, segir að samkvæmt reglugerð verði að taka það fram ef magn vatns í frosnu kjöti fer yfir tíu prósent og yfir fimm prósent í soðnu kjöti. Páll segir aðeins tíu prósent vatns í bringum fyrirtækisins, líkt og sjá megi á umbúðum. Það lýsi því sleggjudómum að láta að því liggja að í innfluttum kjúklingum séu 20 prósent af vatni. Þá segir hann það þekkjast í innlendri framleiðslu að vatn fari yfir tíu prósent, innlendir kjúklingabændur hafi boðið fyrirtækinu kjúkling með 17 prósenta vatnshlutfalli. kolbeinn@frettabladid.isKJÚLLI KLILPPA ÚT INN Í TEXTA Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
páll hilmarsson Neytendasamtökin hafa krafist þess að tollar á innfluttar kjötvörur verði afnumdir eða í það minnsta lækkaðir. Bregðast verði við fregnum af kjötskorti í landinu. „Það er hlálegt að ráðherra beri við fæðuöryggi varðandi ákvarðanir sínar um innflutning og háa tolla á sama tíma og skortur er á kjöti í landinu. Þetta sýnir best þær ógöngur sem núverandi stefna í landbúnaðarmálum, með höftum og ofurtollum á innfluttar landbúnaðarvörur, er komin í,“ segir í tilkynningu á heimasíðu samtakanna. Hildur Traustadóttir, framkvæmdastjóri Félags kjúklingabænda, fullyrti í Fréttablaðinu á laugardag að framleiðendur önnuðu innlendri eftirspurn. Ekki hafi verið skortur á kjúklingakjöti en sala á kjöti hafi almennt minnkað undanfarið. Páll Hilmarsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Innness, segir þetta fráleitar fullyrðingar. Minni kjötsölu megi rekja til minni almennrar neyslu í kjölfar hrunsins. Innnes er með um 30 prósenta markaðshlutdeild í innfluttu kjúklingakjöti. „Það þarf ekki að horfa lengra aftur en til ársins í ár og fyrra til að finna dæmi þess að salmónellusýking hafi valdið skorti á kjúklingakjöti. Við mótmælum því þessum fullyrðingum harðlega.“ Hildur sagði á laugardag að ef innflutningur yrði aukinn þyrftu innlendir framleiðendur að fá leyfi til að auka magn innblöndunarefna í kjúklingi og fullyrti að hér á landi mættu þau vera tíu prósent vörunnar, en 20 prósent erlendis. Jónína Þ. Stefánsdóttir, sérfræðingur á Matvælastofnun, segir að samkvæmt reglugerð verði að taka það fram ef magn vatns í frosnu kjöti fer yfir tíu prósent og yfir fimm prósent í soðnu kjöti. Páll segir aðeins tíu prósent vatns í bringum fyrirtækisins, líkt og sjá megi á umbúðum. Það lýsi því sleggjudómum að láta að því liggja að í innfluttum kjúklingum séu 20 prósent af vatni. Þá segir hann það þekkjast í innlendri framleiðslu að vatn fari yfir tíu prósent, innlendir kjúklingabændur hafi boðið fyrirtækinu kjúkling með 17 prósenta vatnshlutfalli. kolbeinn@frettabladid.isKJÚLLI KLILPPA ÚT INN Í TEXTA
Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira