Úr klóm talíbana og tígra í ró upp á Skaga 12. ágúst 2011 08:00 Debnath brá sér í heimsókn upp á Skaga til þeirra Kára Haraldssonar og Sigurlaugar Njarðardóttur. Hér slakar hann á með dóttur þeirra hjóna henni Helenu Rut Pujari Káradóttur. Hún á rætur að rekja til Kalkútta sem er skammt frá Bengali, heimabæj Debnath. mynd/kári haraldsson Indverski ævintýramaðurinn Somen Debnath lagði af stað hjólandi frá heimabæ sínum Bengali á Indlandi í maí 2004 og hvílir sig nú hjá vinafólki á Akranesi eftir að hafa farið íslenskra landshorna á milli undanfarna daga. Ýmislegt hefur á daga hans drifið þessi sjö ár þar sem talíbanar, blettatígur og nýnasistar koma við sögu. En fyrst vildi Fréttablaðið fræðast um erindi hans hingað. „Ég vil fá fólk til að huga að því hvernig það getur lagt sitt af mörkum til að gera lífið betra fyrir meðbræður sína og -systur,“ segir hann. „Markmiðið er að ferðast um heiminn til ársins 2020 en þá vil ég virkja fjölmenningarlegt samfélag sem myndi búa í þorpi nálægt mínum heimahögum sem væri haldið gangandi með sjálfboðavinnu þannig að þar væri hægt að reka spítala og koma heimilislausum undir þak og þar yrði einnig unnið að öðrum góðum málum til að gera heiminn enn betri.“ Debnath hefur farið um 80 þúsund kílómetra og þrætt um 60 lönd. Virðist ætla að sannast hið fornkveðna að fall sé faraheill því ýmislegt gekk á í upphafi ferðar. „Strax á öðrum degi var ég á ferð á fáförnum slóðum en hitti þar veiðimenn sem ráðlögðu mér að vera ekki þar á ferð þar sem blettatígrar væru á ferðinni. Það reyndist rétt því síðar þóttist ég heyra í þessum skepnum svo ég klifraði upp í tré og viti menn! Þá sé ég fjóra blettatígra fyrir neðan mig. Þeir komu að og fóru að hnusa af bakpokanum mínum sem var þarna fyrir neðan. Þetta var að kvöldi til svo ég mátti dúsa uppi í tré fram á morgun eða í ellefu klukkustundir, þá fyrst var óhætt að fara niður.“ En ekki er öll vá af dýravöldum. „Ég var síðan tekinn af talíbönum þegar ég var á leiðinni frá Kabúl til Írak. Þeir bundu fyrir augu mín og fóru með mig í eitthvað neðanjarðarvirki. Þar létu þeir mig dúsa í fjóra daga. Síðan var ég yfirheyrður og spurður hvað mér þætti um talíbana, íslam og Kóraninn. Síðan spurðu þeir hvað ég ætlaðist fyrir ef þeir létu mig lausan. Ég sagðist ekki geta unnið nein ofbeldisverk en að öðru leyti væri ég til í að hjálpa þeim. Þá var ég látinn elda og mæltist maturinn svo vel fyrir að ég var kokkur þeirra í níu daga en þá létu þeir mig lausan.“ Hann segist einnig hafa orðið fyrir verulegum ónotum af nýnasistum í Austur-Evrópu. „Náttúran er svo undarleg að þegar ég kemst í þessar þrautir verður það bara til þess að ég fæ meiri trú á styrk mínum,“ segir hann. Hann hyggst nú fara til Nuuk á Grænlandi en það er þó einhverjum vandkvæðum háð og því leitar hann eftir stuðningi á þeim áformum. Þeim sem vilja fylgjast með ferðum hans eða styðja hann er bent á heimasíðuna somen2020world.com. jse@fettabladid.is Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Sjá meira
Indverski ævintýramaðurinn Somen Debnath lagði af stað hjólandi frá heimabæ sínum Bengali á Indlandi í maí 2004 og hvílir sig nú hjá vinafólki á Akranesi eftir að hafa farið íslenskra landshorna á milli undanfarna daga. Ýmislegt hefur á daga hans drifið þessi sjö ár þar sem talíbanar, blettatígur og nýnasistar koma við sögu. En fyrst vildi Fréttablaðið fræðast um erindi hans hingað. „Ég vil fá fólk til að huga að því hvernig það getur lagt sitt af mörkum til að gera lífið betra fyrir meðbræður sína og -systur,“ segir hann. „Markmiðið er að ferðast um heiminn til ársins 2020 en þá vil ég virkja fjölmenningarlegt samfélag sem myndi búa í þorpi nálægt mínum heimahögum sem væri haldið gangandi með sjálfboðavinnu þannig að þar væri hægt að reka spítala og koma heimilislausum undir þak og þar yrði einnig unnið að öðrum góðum málum til að gera heiminn enn betri.“ Debnath hefur farið um 80 þúsund kílómetra og þrætt um 60 lönd. Virðist ætla að sannast hið fornkveðna að fall sé faraheill því ýmislegt gekk á í upphafi ferðar. „Strax á öðrum degi var ég á ferð á fáförnum slóðum en hitti þar veiðimenn sem ráðlögðu mér að vera ekki þar á ferð þar sem blettatígrar væru á ferðinni. Það reyndist rétt því síðar þóttist ég heyra í þessum skepnum svo ég klifraði upp í tré og viti menn! Þá sé ég fjóra blettatígra fyrir neðan mig. Þeir komu að og fóru að hnusa af bakpokanum mínum sem var þarna fyrir neðan. Þetta var að kvöldi til svo ég mátti dúsa uppi í tré fram á morgun eða í ellefu klukkustundir, þá fyrst var óhætt að fara niður.“ En ekki er öll vá af dýravöldum. „Ég var síðan tekinn af talíbönum þegar ég var á leiðinni frá Kabúl til Írak. Þeir bundu fyrir augu mín og fóru með mig í eitthvað neðanjarðarvirki. Þar létu þeir mig dúsa í fjóra daga. Síðan var ég yfirheyrður og spurður hvað mér þætti um talíbana, íslam og Kóraninn. Síðan spurðu þeir hvað ég ætlaðist fyrir ef þeir létu mig lausan. Ég sagðist ekki geta unnið nein ofbeldisverk en að öðru leyti væri ég til í að hjálpa þeim. Þá var ég látinn elda og mæltist maturinn svo vel fyrir að ég var kokkur þeirra í níu daga en þá létu þeir mig lausan.“ Hann segist einnig hafa orðið fyrir verulegum ónotum af nýnasistum í Austur-Evrópu. „Náttúran er svo undarleg að þegar ég kemst í þessar þrautir verður það bara til þess að ég fæ meiri trú á styrk mínum,“ segir hann. Hann hyggst nú fara til Nuuk á Grænlandi en það er þó einhverjum vandkvæðum háð og því leitar hann eftir stuðningi á þeim áformum. Þeim sem vilja fylgjast með ferðum hans eða styðja hann er bent á heimasíðuna somen2020world.com. jse@fettabladid.is
Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Sjá meira