Greinargerð um skuldavanda til umboðsmanns skuldara Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skrifar 9. ágúst 2011 06:00 Skuldavandi minn byrjaði 21. september 1954 eða daginn sem ég fæddist. Ég vissi það auðvitað ekki þá en átti sannarlega eftir að reka mig á það síðar. Ég fæddist inn í félagshyggjufjölskyldu þar sem hagur heildarinnar var látinn ganga fyrir sérhagsmunum einstaklinga og samfélagshugsjónin var höfð í huga við alla ákvarðanatöku. Í þeim jarðvegi ólst ég upp og mótaðist. Ég ólst upp í samfélagi en þurfti að fóta mig fjárhagslega í frjálshyggjuþjóðfélagi þar sem fáir hrifsuðu til sín peningana, skeyttu ekkert um aðra eða samfélagið í heild, skildu þjóðina eftir í sárum og finnst það sjálfsagt. Ég með mitt uppeldi og bakgrunn átti aldrei möguleika á að geta klárað mig fjárhagslega í því græðgis- og sjálftökuþjóðfélagi nýfrjálshyggju og spekúlanta sem ég bý í. Aldrei frá upphafi átti ég möguleika á að klára mig fjárhagslega í þessu þjóðfélagi. Leikreglurnar eru og voru svo andstæðar öllu sem ég stóð og stend fyrir, hugsjónum mínum og trú minni á samfélagið að ég átti um tvennt að velja. Ég gat hent fyrir róða öllu því sem ég trúði á og stóð fyrir og tekið þátt í leiknum með sérhagsmuni mína í fyrirrúmi á kostnað hinna (og ég fékk sannarlega tækifæri til þess) eða haldið í trú mína, sannfæringu, hugsjónir og lífsgildi og orðið undir í peningasamfélaginu. Ég valdi síðari kostinn þó að ég gerði mér fyllilega grein fyrir afleiðingunum. Ég er sátt við sjálfa mig en ósátt við hvernig komið er fram við þá sem ekki tóku þátt í darraðardansinum, gátu ekki eða vildu ekki taka þátt í leiknum, og eru nú SKULDARAR þeirra sem spiluðu og spila ennþá eftir peningaleikreglunum einum. Skuldavandi minn er ekki tilkominn vegna þess að ég hafi verið í spákaupmennsku eða verið að reyna að hagnast óeðlilega í 2007 mínus brjálæðinu. Ég tapaði ekki sýndarpeningum í hruninu. Skuldir mínar eru tilkomnar vegna fjárfestinga í grunnþörfum fjölskyldunnar og menntun og skuldavandinn er vegna þess að skuldirnar hækkuðu óeðlilega í svikamyllu sýndargóðærisins og helstu lánadrottnarnir hafa ekki viljað semja við mig um þessar skuldir í samræmi við greiðslugetu mína. Þeir eru að gæta hagsmuna kröfuhafa að eigin sögn svo þar á ég enga von. Ég á skuldugt heimili, gamlan bíl og aðrar nauðþurftir en ekkert umfram það. Ég á ekki lengur nóga peninga fyrir lánardrottna og kröfuhafa og fyrir það verður mér refsað. Ég ákvað nefnilega að láta hrægamma hrunsins á ofurlaunum ekki ganga fyrir grunnþörfum fjölskyldunnar eins og margir gera í dag. Líklega endar það á því að peningaöflin taka af mér heimilið, setja mig á götuna og jafnvel í skuldafangelsi, sem ég er reyndar þegar í. Þetta er ég farin að sjá í kringum mig. Þannig eru leikreglurnar og enginn vilji virðist til að breyta þeim. Ég játa mig fúslega sigraða og hef ákveðið að reyna ekki lengur að taka þátt í þessu óréttláta peningaþjóðfélagi og leikreglum þess, en er að leita leiða til að lifa það af fjárhagslega. Spila á siðlaust kerfið til að komast af fjárhagslega eins og margir eru farnir að gera. „Þetta er m.a. ástæðan fyrir aukinni svartri atvinnustarfsemi. Fólk er að leita leiða til að lifa af fjárhagslega, Steingrímur." Orð eins og mannréttindi, grunnþarfir, sanngirni, réttlæti, samábyrgð, samfélag hafa ekkert vægi lengur. Peningaleikreglurnar einar ráða för og forsendurnar eru þeirra. Meðfylgjandi er afrit af löginnheimtu sem er undanfari aðfararbeiðni sem ég fékk þrátt fyrir að ég hafi falið umboðsmanni skuldara að reyna að semja við lánardrottnana og kröfuhafana og sé í svokölluðu skuldaskjóli. Þegar ég fór í skuldaskjól var ég með um 230.000 kr. í vanskilum. Innheimtuþóknunin ein er um 300.000 kr. og dráttarvextirnir 290.000 kr. Fyrir svona vinnu er mönnum borgað allt að 5.000.000 kr., fimm milljónir, í mánaðarlaun meðan lægstu mánaðarlaun eru innan við 200.000 kr., tvö hundruð þúsund krónur. Þetta þykir sjálfsagt og eðlilegt. Þeir síðari missa heimili sín og lenda á götunni í fátækt, bótakerfi og niðurlægingu, meðan þeir fyrrnefndu fá aukin völd og virðingu og halda áfram að setja óviðunandi leikreglur sjálfum sér í hag á kostnað okkar hinna. Fyrir það er þeim umbunað ríkulega. Stjórnvöld horfa ráðþrota og aðgerðalítil á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Skuldavandi minn byrjaði 21. september 1954 eða daginn sem ég fæddist. Ég vissi það auðvitað ekki þá en átti sannarlega eftir að reka mig á það síðar. Ég fæddist inn í félagshyggjufjölskyldu þar sem hagur heildarinnar var látinn ganga fyrir sérhagsmunum einstaklinga og samfélagshugsjónin var höfð í huga við alla ákvarðanatöku. Í þeim jarðvegi ólst ég upp og mótaðist. Ég ólst upp í samfélagi en þurfti að fóta mig fjárhagslega í frjálshyggjuþjóðfélagi þar sem fáir hrifsuðu til sín peningana, skeyttu ekkert um aðra eða samfélagið í heild, skildu þjóðina eftir í sárum og finnst það sjálfsagt. Ég með mitt uppeldi og bakgrunn átti aldrei möguleika á að geta klárað mig fjárhagslega í því græðgis- og sjálftökuþjóðfélagi nýfrjálshyggju og spekúlanta sem ég bý í. Aldrei frá upphafi átti ég möguleika á að klára mig fjárhagslega í þessu þjóðfélagi. Leikreglurnar eru og voru svo andstæðar öllu sem ég stóð og stend fyrir, hugsjónum mínum og trú minni á samfélagið að ég átti um tvennt að velja. Ég gat hent fyrir róða öllu því sem ég trúði á og stóð fyrir og tekið þátt í leiknum með sérhagsmuni mína í fyrirrúmi á kostnað hinna (og ég fékk sannarlega tækifæri til þess) eða haldið í trú mína, sannfæringu, hugsjónir og lífsgildi og orðið undir í peningasamfélaginu. Ég valdi síðari kostinn þó að ég gerði mér fyllilega grein fyrir afleiðingunum. Ég er sátt við sjálfa mig en ósátt við hvernig komið er fram við þá sem ekki tóku þátt í darraðardansinum, gátu ekki eða vildu ekki taka þátt í leiknum, og eru nú SKULDARAR þeirra sem spiluðu og spila ennþá eftir peningaleikreglunum einum. Skuldavandi minn er ekki tilkominn vegna þess að ég hafi verið í spákaupmennsku eða verið að reyna að hagnast óeðlilega í 2007 mínus brjálæðinu. Ég tapaði ekki sýndarpeningum í hruninu. Skuldir mínar eru tilkomnar vegna fjárfestinga í grunnþörfum fjölskyldunnar og menntun og skuldavandinn er vegna þess að skuldirnar hækkuðu óeðlilega í svikamyllu sýndargóðærisins og helstu lánadrottnarnir hafa ekki viljað semja við mig um þessar skuldir í samræmi við greiðslugetu mína. Þeir eru að gæta hagsmuna kröfuhafa að eigin sögn svo þar á ég enga von. Ég á skuldugt heimili, gamlan bíl og aðrar nauðþurftir en ekkert umfram það. Ég á ekki lengur nóga peninga fyrir lánardrottna og kröfuhafa og fyrir það verður mér refsað. Ég ákvað nefnilega að láta hrægamma hrunsins á ofurlaunum ekki ganga fyrir grunnþörfum fjölskyldunnar eins og margir gera í dag. Líklega endar það á því að peningaöflin taka af mér heimilið, setja mig á götuna og jafnvel í skuldafangelsi, sem ég er reyndar þegar í. Þetta er ég farin að sjá í kringum mig. Þannig eru leikreglurnar og enginn vilji virðist til að breyta þeim. Ég játa mig fúslega sigraða og hef ákveðið að reyna ekki lengur að taka þátt í þessu óréttláta peningaþjóðfélagi og leikreglum þess, en er að leita leiða til að lifa það af fjárhagslega. Spila á siðlaust kerfið til að komast af fjárhagslega eins og margir eru farnir að gera. „Þetta er m.a. ástæðan fyrir aukinni svartri atvinnustarfsemi. Fólk er að leita leiða til að lifa af fjárhagslega, Steingrímur." Orð eins og mannréttindi, grunnþarfir, sanngirni, réttlæti, samábyrgð, samfélag hafa ekkert vægi lengur. Peningaleikreglurnar einar ráða för og forsendurnar eru þeirra. Meðfylgjandi er afrit af löginnheimtu sem er undanfari aðfararbeiðni sem ég fékk þrátt fyrir að ég hafi falið umboðsmanni skuldara að reyna að semja við lánardrottnana og kröfuhafana og sé í svokölluðu skuldaskjóli. Þegar ég fór í skuldaskjól var ég með um 230.000 kr. í vanskilum. Innheimtuþóknunin ein er um 300.000 kr. og dráttarvextirnir 290.000 kr. Fyrir svona vinnu er mönnum borgað allt að 5.000.000 kr., fimm milljónir, í mánaðarlaun meðan lægstu mánaðarlaun eru innan við 200.000 kr., tvö hundruð þúsund krónur. Þetta þykir sjálfsagt og eðlilegt. Þeir síðari missa heimili sín og lenda á götunni í fátækt, bótakerfi og niðurlægingu, meðan þeir fyrrnefndu fá aukin völd og virðingu og halda áfram að setja óviðunandi leikreglur sjálfum sér í hag á kostnað okkar hinna. Fyrir það er þeim umbunað ríkulega. Stjórnvöld horfa ráðþrota og aðgerðalítil á.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar