Greinargerð um skuldavanda til umboðsmanns skuldara Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skrifar 9. ágúst 2011 06:00 Skuldavandi minn byrjaði 21. september 1954 eða daginn sem ég fæddist. Ég vissi það auðvitað ekki þá en átti sannarlega eftir að reka mig á það síðar. Ég fæddist inn í félagshyggjufjölskyldu þar sem hagur heildarinnar var látinn ganga fyrir sérhagsmunum einstaklinga og samfélagshugsjónin var höfð í huga við alla ákvarðanatöku. Í þeim jarðvegi ólst ég upp og mótaðist. Ég ólst upp í samfélagi en þurfti að fóta mig fjárhagslega í frjálshyggjuþjóðfélagi þar sem fáir hrifsuðu til sín peningana, skeyttu ekkert um aðra eða samfélagið í heild, skildu þjóðina eftir í sárum og finnst það sjálfsagt. Ég með mitt uppeldi og bakgrunn átti aldrei möguleika á að geta klárað mig fjárhagslega í því græðgis- og sjálftökuþjóðfélagi nýfrjálshyggju og spekúlanta sem ég bý í. Aldrei frá upphafi átti ég möguleika á að klára mig fjárhagslega í þessu þjóðfélagi. Leikreglurnar eru og voru svo andstæðar öllu sem ég stóð og stend fyrir, hugsjónum mínum og trú minni á samfélagið að ég átti um tvennt að velja. Ég gat hent fyrir róða öllu því sem ég trúði á og stóð fyrir og tekið þátt í leiknum með sérhagsmuni mína í fyrirrúmi á kostnað hinna (og ég fékk sannarlega tækifæri til þess) eða haldið í trú mína, sannfæringu, hugsjónir og lífsgildi og orðið undir í peningasamfélaginu. Ég valdi síðari kostinn þó að ég gerði mér fyllilega grein fyrir afleiðingunum. Ég er sátt við sjálfa mig en ósátt við hvernig komið er fram við þá sem ekki tóku þátt í darraðardansinum, gátu ekki eða vildu ekki taka þátt í leiknum, og eru nú SKULDARAR þeirra sem spiluðu og spila ennþá eftir peningaleikreglunum einum. Skuldavandi minn er ekki tilkominn vegna þess að ég hafi verið í spákaupmennsku eða verið að reyna að hagnast óeðlilega í 2007 mínus brjálæðinu. Ég tapaði ekki sýndarpeningum í hruninu. Skuldir mínar eru tilkomnar vegna fjárfestinga í grunnþörfum fjölskyldunnar og menntun og skuldavandinn er vegna þess að skuldirnar hækkuðu óeðlilega í svikamyllu sýndargóðærisins og helstu lánadrottnarnir hafa ekki viljað semja við mig um þessar skuldir í samræmi við greiðslugetu mína. Þeir eru að gæta hagsmuna kröfuhafa að eigin sögn svo þar á ég enga von. Ég á skuldugt heimili, gamlan bíl og aðrar nauðþurftir en ekkert umfram það. Ég á ekki lengur nóga peninga fyrir lánardrottna og kröfuhafa og fyrir það verður mér refsað. Ég ákvað nefnilega að láta hrægamma hrunsins á ofurlaunum ekki ganga fyrir grunnþörfum fjölskyldunnar eins og margir gera í dag. Líklega endar það á því að peningaöflin taka af mér heimilið, setja mig á götuna og jafnvel í skuldafangelsi, sem ég er reyndar þegar í. Þetta er ég farin að sjá í kringum mig. Þannig eru leikreglurnar og enginn vilji virðist til að breyta þeim. Ég játa mig fúslega sigraða og hef ákveðið að reyna ekki lengur að taka þátt í þessu óréttláta peningaþjóðfélagi og leikreglum þess, en er að leita leiða til að lifa það af fjárhagslega. Spila á siðlaust kerfið til að komast af fjárhagslega eins og margir eru farnir að gera. „Þetta er m.a. ástæðan fyrir aukinni svartri atvinnustarfsemi. Fólk er að leita leiða til að lifa af fjárhagslega, Steingrímur." Orð eins og mannréttindi, grunnþarfir, sanngirni, réttlæti, samábyrgð, samfélag hafa ekkert vægi lengur. Peningaleikreglurnar einar ráða för og forsendurnar eru þeirra. Meðfylgjandi er afrit af löginnheimtu sem er undanfari aðfararbeiðni sem ég fékk þrátt fyrir að ég hafi falið umboðsmanni skuldara að reyna að semja við lánardrottnana og kröfuhafana og sé í svokölluðu skuldaskjóli. Þegar ég fór í skuldaskjól var ég með um 230.000 kr. í vanskilum. Innheimtuþóknunin ein er um 300.000 kr. og dráttarvextirnir 290.000 kr. Fyrir svona vinnu er mönnum borgað allt að 5.000.000 kr., fimm milljónir, í mánaðarlaun meðan lægstu mánaðarlaun eru innan við 200.000 kr., tvö hundruð þúsund krónur. Þetta þykir sjálfsagt og eðlilegt. Þeir síðari missa heimili sín og lenda á götunni í fátækt, bótakerfi og niðurlægingu, meðan þeir fyrrnefndu fá aukin völd og virðingu og halda áfram að setja óviðunandi leikreglur sjálfum sér í hag á kostnað okkar hinna. Fyrir það er þeim umbunað ríkulega. Stjórnvöld horfa ráðþrota og aðgerðalítil á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Sjá meira
Skuldavandi minn byrjaði 21. september 1954 eða daginn sem ég fæddist. Ég vissi það auðvitað ekki þá en átti sannarlega eftir að reka mig á það síðar. Ég fæddist inn í félagshyggjufjölskyldu þar sem hagur heildarinnar var látinn ganga fyrir sérhagsmunum einstaklinga og samfélagshugsjónin var höfð í huga við alla ákvarðanatöku. Í þeim jarðvegi ólst ég upp og mótaðist. Ég ólst upp í samfélagi en þurfti að fóta mig fjárhagslega í frjálshyggjuþjóðfélagi þar sem fáir hrifsuðu til sín peningana, skeyttu ekkert um aðra eða samfélagið í heild, skildu þjóðina eftir í sárum og finnst það sjálfsagt. Ég með mitt uppeldi og bakgrunn átti aldrei möguleika á að geta klárað mig fjárhagslega í því græðgis- og sjálftökuþjóðfélagi nýfrjálshyggju og spekúlanta sem ég bý í. Aldrei frá upphafi átti ég möguleika á að klára mig fjárhagslega í þessu þjóðfélagi. Leikreglurnar eru og voru svo andstæðar öllu sem ég stóð og stend fyrir, hugsjónum mínum og trú minni á samfélagið að ég átti um tvennt að velja. Ég gat hent fyrir róða öllu því sem ég trúði á og stóð fyrir og tekið þátt í leiknum með sérhagsmuni mína í fyrirrúmi á kostnað hinna (og ég fékk sannarlega tækifæri til þess) eða haldið í trú mína, sannfæringu, hugsjónir og lífsgildi og orðið undir í peningasamfélaginu. Ég valdi síðari kostinn þó að ég gerði mér fyllilega grein fyrir afleiðingunum. Ég er sátt við sjálfa mig en ósátt við hvernig komið er fram við þá sem ekki tóku þátt í darraðardansinum, gátu ekki eða vildu ekki taka þátt í leiknum, og eru nú SKULDARAR þeirra sem spiluðu og spila ennþá eftir peningaleikreglunum einum. Skuldavandi minn er ekki tilkominn vegna þess að ég hafi verið í spákaupmennsku eða verið að reyna að hagnast óeðlilega í 2007 mínus brjálæðinu. Ég tapaði ekki sýndarpeningum í hruninu. Skuldir mínar eru tilkomnar vegna fjárfestinga í grunnþörfum fjölskyldunnar og menntun og skuldavandinn er vegna þess að skuldirnar hækkuðu óeðlilega í svikamyllu sýndargóðærisins og helstu lánadrottnarnir hafa ekki viljað semja við mig um þessar skuldir í samræmi við greiðslugetu mína. Þeir eru að gæta hagsmuna kröfuhafa að eigin sögn svo þar á ég enga von. Ég á skuldugt heimili, gamlan bíl og aðrar nauðþurftir en ekkert umfram það. Ég á ekki lengur nóga peninga fyrir lánardrottna og kröfuhafa og fyrir það verður mér refsað. Ég ákvað nefnilega að láta hrægamma hrunsins á ofurlaunum ekki ganga fyrir grunnþörfum fjölskyldunnar eins og margir gera í dag. Líklega endar það á því að peningaöflin taka af mér heimilið, setja mig á götuna og jafnvel í skuldafangelsi, sem ég er reyndar þegar í. Þetta er ég farin að sjá í kringum mig. Þannig eru leikreglurnar og enginn vilji virðist til að breyta þeim. Ég játa mig fúslega sigraða og hef ákveðið að reyna ekki lengur að taka þátt í þessu óréttláta peningaþjóðfélagi og leikreglum þess, en er að leita leiða til að lifa það af fjárhagslega. Spila á siðlaust kerfið til að komast af fjárhagslega eins og margir eru farnir að gera. „Þetta er m.a. ástæðan fyrir aukinni svartri atvinnustarfsemi. Fólk er að leita leiða til að lifa af fjárhagslega, Steingrímur." Orð eins og mannréttindi, grunnþarfir, sanngirni, réttlæti, samábyrgð, samfélag hafa ekkert vægi lengur. Peningaleikreglurnar einar ráða för og forsendurnar eru þeirra. Meðfylgjandi er afrit af löginnheimtu sem er undanfari aðfararbeiðni sem ég fékk þrátt fyrir að ég hafi falið umboðsmanni skuldara að reyna að semja við lánardrottnana og kröfuhafana og sé í svokölluðu skuldaskjóli. Þegar ég fór í skuldaskjól var ég með um 230.000 kr. í vanskilum. Innheimtuþóknunin ein er um 300.000 kr. og dráttarvextirnir 290.000 kr. Fyrir svona vinnu er mönnum borgað allt að 5.000.000 kr., fimm milljónir, í mánaðarlaun meðan lægstu mánaðarlaun eru innan við 200.000 kr., tvö hundruð þúsund krónur. Þetta þykir sjálfsagt og eðlilegt. Þeir síðari missa heimili sín og lenda á götunni í fátækt, bótakerfi og niðurlægingu, meðan þeir fyrrnefndu fá aukin völd og virðingu og halda áfram að setja óviðunandi leikreglur sjálfum sér í hag á kostnað okkar hinna. Fyrir það er þeim umbunað ríkulega. Stjórnvöld horfa ráðþrota og aðgerðalítil á.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun