Erlent

Hertaka svæði stjórnarhersins

Mynd/AP
Hundruð uppreisnarmanna hröktu hermenn Múammars Gaddafí, leiðtoga Líbíu, frá þremur bæjum sem þeir hafa haldið í Vestur-Líbíu.

Árásinni er lýst sem stærstu sókn uppreisnarmanna frá því átök í landinu hófust fyrir fimm mánuðum . Svæðið sem uppreisnarmenn sækja að er nærri landamærum Líbíu við Túnis, og talið hernaðarlega mikilvægt.

Uppreisnarmönnum hafði lítið orðið ágengt undanfarnar vikur og mánuði, og virtist þrátefli komið upp í baráttu þeirra við Gaddafí um völd í landinu. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×