Erlent

Bardagarnir erfiðir í brynju

Áreynslan á hlaupabrettinu er talsvert meiri í fullum herklæðum en stuttbuxum og bol.
Áreynslan á hlaupabrettinu er talsvert meiri í fullum herklæðum en stuttbuxum og bol. Mynd/Leeds háskóli
Riddarar og hermenn í þungum herklæðum eins og tíðkuðust á sextándu öld eyddu meira en tvöfalt meiri orku í að hreyfa sig en óvarðir menn samkvæmt nýrri rannsókn sem gerð var í Leeds-háskóla á Bretlandi.

Vísindamennirnir segja þetta fyrstu rannsóknina á áhrifum þess að vera brynvarinn í bardaga. Brynjur sem best brynvörðu hermennirnir klæddust vógu 30 til 50 kíló og vörðu allan líkamann.

Brynjur hafa einnig bein áhrif á öndun. Þeir sem fóru í bardaga umvafðir málmi önduðu grynnra og mæddust fyrr í bardaga.

- bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×