Hluti grískra ríkisskulda felldur niður 22. júlí 2011 00:15 Sáttir, forsætisráðherra Grikklands, forseti ESB og forseti framkvæmdarstjórnar ESB. mynd/afp Leiðtogar evruríkjanna sautján samþykktu í dag að koma gríska ríkinu enn á ný til bjargar og slógu um leið á ótta fjármálaheimsins við að gengi evrunnar hrapi. Grikkir fá nú 109 milljarða evra samtals í fjárhagsaðstoð, eða ríflega 18.000 milljarða króna, bæði frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Auk þess hafa fjármálafyrirtæki samþykkt að veita Grikkjum eftirgjöf á skuldum upp á 37 milljarða evra, eða rúmlega 6.000 milljarða króna. Þá verða vextir á neyðarlánum ESB og AGS til Grikklands lækkaðir úr 4,5 prósentum í 3,5 prósent og afborgunartími lánanna verður lengdur úr 7,5 árum í 15 til 30 ár. „Í fyrsta sinn síðan þessi kreppa hófst getum við sagt að stjórnmálin og markaðurinn taki höndum saman,“ sagði Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB. Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti segir að vaxtalækkunin ein spari Grikkjum 30 milljarða evra næstu tíu árin. Írland og Portúgal, sem eins og Grikkir höfðu fengið neyðarlán frá ESB og AGS, fá nú sömu lánakjör og Grikkir en enga skuldaeftirgjöf hjá fjármálafyrirtækjum. Í yfirlýsingu leiðtoganna segjast þeir líta á vanda Grikklands sem einsdæmi og því sé réttlætanlegt að Grikkir fái meiri aðstoð en önnur ríki. Þessi viðbrögð evruríkjanna við vanda Grikkja urðu til þess að evran styrktist á gjaldeyrismörkuðum í gær og evrópsk hlutabréf hækkuðu einnig í verði. Í viðbót við þessa fjárhagsaðstoð við Grikki samþykktu leiðtogarnir að gera neyðarsjóð sambandsins sveigjanlegri og veita honum auknar heimildir til að grípa inn í ástandið þegar í óefni stefnir, þannig að nú verður hann nánast eins og gjaldeyrissjóður evruríkjanna. Að loknum fundinum sagði Herman van Rompuy, forseti leiðtogaráðs ESB, að skuldavandi nokkurra aðildarríkja hafi verið farinn að ógna stöðugleika alls evrusvæðisins. „Í dag höfum við sýnt að við munum ekki gefa neitt eftir þegar kemur að því að verja myntbandalag okkar og sameiginlegu myntina,“ sagði hann. „Þegar leiðtogar Evrópusambandsins segjast ætla að gera „allt sem þarf“ til að bjarga evrusvæðinu, þá er það einfalt: Við meinum það sem við segjum.“gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Leiðtogar evruríkjanna sautján samþykktu í dag að koma gríska ríkinu enn á ný til bjargar og slógu um leið á ótta fjármálaheimsins við að gengi evrunnar hrapi. Grikkir fá nú 109 milljarða evra samtals í fjárhagsaðstoð, eða ríflega 18.000 milljarða króna, bæði frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Auk þess hafa fjármálafyrirtæki samþykkt að veita Grikkjum eftirgjöf á skuldum upp á 37 milljarða evra, eða rúmlega 6.000 milljarða króna. Þá verða vextir á neyðarlánum ESB og AGS til Grikklands lækkaðir úr 4,5 prósentum í 3,5 prósent og afborgunartími lánanna verður lengdur úr 7,5 árum í 15 til 30 ár. „Í fyrsta sinn síðan þessi kreppa hófst getum við sagt að stjórnmálin og markaðurinn taki höndum saman,“ sagði Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB. Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti segir að vaxtalækkunin ein spari Grikkjum 30 milljarða evra næstu tíu árin. Írland og Portúgal, sem eins og Grikkir höfðu fengið neyðarlán frá ESB og AGS, fá nú sömu lánakjör og Grikkir en enga skuldaeftirgjöf hjá fjármálafyrirtækjum. Í yfirlýsingu leiðtoganna segjast þeir líta á vanda Grikklands sem einsdæmi og því sé réttlætanlegt að Grikkir fái meiri aðstoð en önnur ríki. Þessi viðbrögð evruríkjanna við vanda Grikkja urðu til þess að evran styrktist á gjaldeyrismörkuðum í gær og evrópsk hlutabréf hækkuðu einnig í verði. Í viðbót við þessa fjárhagsaðstoð við Grikki samþykktu leiðtogarnir að gera neyðarsjóð sambandsins sveigjanlegri og veita honum auknar heimildir til að grípa inn í ástandið þegar í óefni stefnir, þannig að nú verður hann nánast eins og gjaldeyrissjóður evruríkjanna. Að loknum fundinum sagði Herman van Rompuy, forseti leiðtogaráðs ESB, að skuldavandi nokkurra aðildarríkja hafi verið farinn að ógna stöðugleika alls evrusvæðisins. „Í dag höfum við sýnt að við munum ekki gefa neitt eftir þegar kemur að því að verja myntbandalag okkar og sameiginlegu myntina,“ sagði hann. „Þegar leiðtogar Evrópusambandsins segjast ætla að gera „allt sem þarf“ til að bjarga evrusvæðinu, þá er það einfalt: Við meinum það sem við segjum.“gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira