Innlent

Fleiri ganga um Laugaveginn

Verslunareigendur á Laugavegi eru ánægðir með göngugötuna.
Verslunareigendur á Laugavegi eru ánægðir með göngugötuna. Mynd/Vilhelm
Fimm þúsundum fleiri gengu um Laugaveg við Skólavörðustíg 12. júlí en um mánuði fyrr. Þetta kemur fram í talningum á vegum Reykjavíkurborgar.

Í byrjun júní voru vegfarendur um níu þúsund dag hvern. Talið var á ný 12. júlí en þá gengu tæplega fjórtán þúsund manns um Laugaveginn við Skólavörðustíg. Mælingar staðfesta einnig að fleiri stíga inn í flestar verslanir við göngugötuna en áður. Fundað var með fulltrúum kaupmanna í síðustu viku og ríkti almenn ánægja með tilraunina meðal þeirra. - þeb



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×