Innlent

Fleiri ganga um Laugaveginn

Verslunareigendur á Laugavegi eru ánægðir með göngugötuna.
Verslunareigendur á Laugavegi eru ánægðir með göngugötuna. Mynd/Vilhelm

Fimm þúsundum fleiri gengu um Laugaveg við Skólavörðustíg 12. júlí en um mánuði fyrr. Þetta kemur fram í talningum á vegum Reykjavíkurborgar.

Í byrjun júní voru vegfarendur um níu þúsund dag hvern. Talið var á ný 12. júlí en þá gengu tæplega fjórtán þúsund manns um Laugaveginn við Skólavörðustíg. Mælingar staðfesta einnig að fleiri stíga inn í flestar verslanir við göngugötuna en áður. Fundað var með fulltrúum kaupmanna í síðustu viku og ríkti almenn ánægja með tilraunina meðal þeirra. - þeb
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.