Lífið

Stoltur yfir Sutcliffe-sýningu

Sýning um Stuart Sutcliffe verður haldin í Novas CUS í Liverpool þar sem Ingi Þór er listrænn stjórnandi.
Sýning um Stuart Sutcliffe verður haldin í Novas CUS í Liverpool þar sem Ingi Þór er listrænn stjórnandi.
„Það er rosalegur heiður fyrir okkur að fá að vera með þetta. Ég er eins og stoltur pabbi þessa dagana," segir Ingi Þór Jónsson.

Stór sýning til minningar um „fimmta Bítilinn" Stuart Sutcliffe verður haldin í Englandi á næsta ári. Ingi Þór starfar sem listrænn stjórnandi hjá Novas CUS í Liverpool, þekktustu lista-og ráðstefnumiðstöð Norður-Englands, þar sem sýningin verður haldin í júní 2012. Þá verða fimmtíu ár liðin síðan Sutcliffe lést, aðeins 22 ára.

Sýningin hefur göngu sína í apríl í Hamborg, þar sem Sutcliffe spilaði með Bítlunum, fer síðan til Liverpool og endar í London í samstarfi við Ólympíuleikana sem þar verða haldnir. „Fimmtán til tuttugu listamenn eru nú þegar byrjaðir að vinna við þetta mikla verkefni," segir Ingi Þór og býst við skemmtilegri sýningu.

Stuart Sutcliffe var upprunalegur bassaleikari Bítlanna en hætti áður en hljómsveitin varð heimsfræg til að að einbeita sér að listinni. Hann lést af völdum slagæðagúlps árið 1962. Kvikmyndin Backbeat, sem kom út árið 1994, fjallaði um ævi Sutcliffes og fór bandaríski leikarinn Stephen Dorff með hlutverk hans. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.