Erlent

Loftárásir hafnar að nýju

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tomahawkflaug skotið af kafbáti. Mynd/ afp.
Tomahawkflaug skotið af kafbáti. Mynd/ afp.
Bandamenn hófu aftur loftárásir á Líbíu í kvöld. Tomahawk flaugum er skotið úr kafbátum á Miðjarðarhafi, eftir því sem Sky fréttastofan greinir frá.

CNN fréttastofan greindi frá því í kvöld að fjögurra hæða bygging þar sem Gaddafi, leiðtogi Líbíu, býr hafi orðið fyrir skoti. Þetta varð ljóst þegar að fulltrúar líbískra stjórnvalda buðu fréttaritara CNN að koma og sjá skemmdirnar sem höfðu orðið af völdum loftárásanna. Ekkert er vitað hvar Gaddafi heldur sig.

Bandarísk heryfirvöld sögðu fyrr í kvöld að Gaddafi sjálfur væri ekki skotmark þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×