Legudagar sexfaldast hjá fólki með ADHD 4. júlí 2011 03:15 Sólveig Jónsdóttir Fjöldi legudaga hjá þeim einstaklingum sem greindir eru með athyglisbrest með ofvirkni (ADHD) hefur margfaldast á síðustu árum. Fjölgun legudaga er mest hjá einstaklingum undir átján ára aldri, en árið 2005 voru legudagar hjá þeim tíu einstaklingum sem lögðust inn alls 337. Árið 2009 voru þeir 1.035. Eru þetta upplýsingar frá landlæknisembættinu. Sólveig Jónsdóttir, doktor í klínískri taugasálfræði, segir afar óalgengt að börn séu lögð inn einungis vegna ADHD. „Börn eru yfirleitt greind með ADHD á göngudeild og þurfa ekki innlögn,“ segir hún. „Það má heldur ekki gleyma því að það eru mjög fáir einstaklingar á bak við þessar tölur og einn eða tveir geta breytt miklu.“ Legudögum hjá fullorðnum hefur fjölgað töluvert síðustu ár og fleiri einstaklingar eru greindir með ADHD. Páll Matthíasson, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans, segir, líkt og Sólveig, að það sé nær útilokað að einstaklingar leggist inn vegna ADHD eingöngu. Hins vegar hafi röskunin í för með sér marga undirliggjandi þætti sem geta valdið því að einstaklingur þarf á sjúkrahúsvist að halda. „Það er alltaf eitthvað um að fólk sem liggi inni sé með greininguna ADHD, en það er meðfram öðrum vandamálum. Það er sérstaklega mikil skörun við fíknivanda og geðhvörf,“ segir Páll. „Það gerir þetta erfitt. Fólk sem hefði mikið gagn af því að nota lyf er í mikilli hættu á því að misnota þau.“ Hann segist þó ekki vita til þess að misnotkun rítalíns og skyldra lyfja hjá fólki með ADHD sé algengt vandamál. Varðandi aukinn fjölda greininga ADHD hjá fullorðnum segir Páll að það sé ólíklegt að tíðni röskunarinnar sé almennt að aukast, heldur hafi greiningarkerfið verið bætt og því fleiri greindir ár frá ári. Páll segir fjölgun legudaga geta skýrst af innlögnum á þær deildir sem hafa lengstan legutíma, eins og öryggisdeildin á Kleppi. Þar sé meðallegutími um það bil eitt ár. Þá bendir hann á að um sé að ræða afar fáa einstaklinga sem leggjast inn og einn eða tveir geti auðveldlega aukið fjölda legudaga um helming. sunna@frettabladid.is Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Fjöldi legudaga hjá þeim einstaklingum sem greindir eru með athyglisbrest með ofvirkni (ADHD) hefur margfaldast á síðustu árum. Fjölgun legudaga er mest hjá einstaklingum undir átján ára aldri, en árið 2005 voru legudagar hjá þeim tíu einstaklingum sem lögðust inn alls 337. Árið 2009 voru þeir 1.035. Eru þetta upplýsingar frá landlæknisembættinu. Sólveig Jónsdóttir, doktor í klínískri taugasálfræði, segir afar óalgengt að börn séu lögð inn einungis vegna ADHD. „Börn eru yfirleitt greind með ADHD á göngudeild og þurfa ekki innlögn,“ segir hún. „Það má heldur ekki gleyma því að það eru mjög fáir einstaklingar á bak við þessar tölur og einn eða tveir geta breytt miklu.“ Legudögum hjá fullorðnum hefur fjölgað töluvert síðustu ár og fleiri einstaklingar eru greindir með ADHD. Páll Matthíasson, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans, segir, líkt og Sólveig, að það sé nær útilokað að einstaklingar leggist inn vegna ADHD eingöngu. Hins vegar hafi röskunin í för með sér marga undirliggjandi þætti sem geta valdið því að einstaklingur þarf á sjúkrahúsvist að halda. „Það er alltaf eitthvað um að fólk sem liggi inni sé með greininguna ADHD, en það er meðfram öðrum vandamálum. Það er sérstaklega mikil skörun við fíknivanda og geðhvörf,“ segir Páll. „Það gerir þetta erfitt. Fólk sem hefði mikið gagn af því að nota lyf er í mikilli hættu á því að misnota þau.“ Hann segist þó ekki vita til þess að misnotkun rítalíns og skyldra lyfja hjá fólki með ADHD sé algengt vandamál. Varðandi aukinn fjölda greininga ADHD hjá fullorðnum segir Páll að það sé ólíklegt að tíðni röskunarinnar sé almennt að aukast, heldur hafi greiningarkerfið verið bætt og því fleiri greindir ár frá ári. Páll segir fjölgun legudaga geta skýrst af innlögnum á þær deildir sem hafa lengstan legutíma, eins og öryggisdeildin á Kleppi. Þar sé meðallegutími um það bil eitt ár. Þá bendir hann á að um sé að ræða afar fáa einstaklinga sem leggjast inn og einn eða tveir geti auðveldlega aukið fjölda legudaga um helming. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira