Bjó um barnið í ruslagámnum 4. júlí 2011 09:00 Vegfarandi á Laugavegi skildi eftir blóm, bangsa og kort til minningar um ungabarnið sem lést þar á laugardag. Gjafirnar voru lagðar við inngang Hótel Fróns. Í kortinu stóð: „Allt betra skilið en þetta. Hvíl í friði.“ Hvorki ættingjar né samstarfsfólk móðurinnar vissu að hún bæri barn undir belti. Fréttablaðið/Vilhelm Rúmlega tvítug kona hefur verið úrskurðuð í tveggja vikna gæsluvarðhald og til að sæta geðrannsókn eftir að nýfætt barn hennar fannst látið í ruslagámi við vinnustað konunnar á laugardag. Lögreglumenn fundu lík fullburða sveinbarns konunnar eftir að hún leitaði sér aðstoðar á spítala eftir fæðinguna. Konan er 21 árs gömul og ættuð frá Litháen. Hún starfaði á Hótel Fróni við Laugaveg, og fannst barnið í gámi við hótelið. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er talið að konan hafi fætt barnið á hótelinu á laugardagsmorgun. Það var búið um barnið í gámnum og því komið þannig fyrir að það blasti ekki við sjónum manna. Konan hringdi í kjölfarið í fyrrverandi unnusta sinn og sagðist vera orðin alvarlega veik. Maðurinn og faðir hans, sem einnig eru frá Litháen, sóttu hana í vinnuna. Konan vildi fara heim en þeir ákváðu í ljósi ástands hennar að fara með hana á bráðamóttöku Landspítalans. Hvorugur mannanna vissi að konan hafði verið með barni. Á Landspítalanum töldu læknar að konan hefði fætt barn skömmu áður eða á síðasta sólarhring, þrátt fyrir að hún sagðist ekki kannast við að hafa verið ófrísk. Lögreglan var strax látin vita og hafin var leit að barni. Skömmu síðar fannst drengurinn látinn. Talið er að hann hafi fæðst lifandi. Krufning mun leiða dánarorsökina í ljós. Konan var sett undir eftirlit lögreglu á Landspítalanum í kjölfarið og unnusti hennar fyrrverandi handtekinn. Honum var sleppt eftir skýrslutöku um miðjan dag í gær. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins flutti konan til Íslands í október síðastliðnum. Hún bjó með þáverandi unnusta sínum á heimili föður hans þar til þau slitu samvistum nýverið. Konan hefur starfað á Hótel Fróni sem herbergisþerna í fjóra mánuði og vissi enginn af ástandi hennar þar. Gísli Úlfarsson, hótelstjóri á Hótel Fróni, segir að stúlkan hafi verið mjög duglegur starfskraftur, brosmild og hress. Engan hafi grunað að hún bæri barn undir belti, hvorki samstarfsmenn hennar né ættingja. „Þetta er mikill harmleikur og áfall fyrir alla,“ segir Gísli. - sv, jss Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira
Rúmlega tvítug kona hefur verið úrskurðuð í tveggja vikna gæsluvarðhald og til að sæta geðrannsókn eftir að nýfætt barn hennar fannst látið í ruslagámi við vinnustað konunnar á laugardag. Lögreglumenn fundu lík fullburða sveinbarns konunnar eftir að hún leitaði sér aðstoðar á spítala eftir fæðinguna. Konan er 21 árs gömul og ættuð frá Litháen. Hún starfaði á Hótel Fróni við Laugaveg, og fannst barnið í gámi við hótelið. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er talið að konan hafi fætt barnið á hótelinu á laugardagsmorgun. Það var búið um barnið í gámnum og því komið þannig fyrir að það blasti ekki við sjónum manna. Konan hringdi í kjölfarið í fyrrverandi unnusta sinn og sagðist vera orðin alvarlega veik. Maðurinn og faðir hans, sem einnig eru frá Litháen, sóttu hana í vinnuna. Konan vildi fara heim en þeir ákváðu í ljósi ástands hennar að fara með hana á bráðamóttöku Landspítalans. Hvorugur mannanna vissi að konan hafði verið með barni. Á Landspítalanum töldu læknar að konan hefði fætt barn skömmu áður eða á síðasta sólarhring, þrátt fyrir að hún sagðist ekki kannast við að hafa verið ófrísk. Lögreglan var strax látin vita og hafin var leit að barni. Skömmu síðar fannst drengurinn látinn. Talið er að hann hafi fæðst lifandi. Krufning mun leiða dánarorsökina í ljós. Konan var sett undir eftirlit lögreglu á Landspítalanum í kjölfarið og unnusti hennar fyrrverandi handtekinn. Honum var sleppt eftir skýrslutöku um miðjan dag í gær. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins flutti konan til Íslands í október síðastliðnum. Hún bjó með þáverandi unnusta sínum á heimili föður hans þar til þau slitu samvistum nýverið. Konan hefur starfað á Hótel Fróni sem herbergisþerna í fjóra mánuði og vissi enginn af ástandi hennar þar. Gísli Úlfarsson, hótelstjóri á Hótel Fróni, segir að stúlkan hafi verið mjög duglegur starfskraftur, brosmild og hress. Engan hafi grunað að hún bæri barn undir belti, hvorki samstarfsmenn hennar né ættingja. „Þetta er mikill harmleikur og áfall fyrir alla,“ segir Gísli. - sv, jss
Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira