Um 250 ofbeldismenn skulda fórnarlömbunum bætur 1. júlí 2011 07:30 Sex konur og 241 karl eru ekki borgunarmenn fyrir bótum sem þau hafa verið dæmd til að greiða vegna ofbeldis. Málin eru 306, af því að sumir hafa ráðist á fleiri en eitt fórnarlamb. Mynd/Stefán Karlsson Ofbeldismenn sem ekki hafa greitt fórnarlömbum sínum bætur samkvæmt ákvörðun bótanefndar eru 247 talsins, sex konur og 241 karl, að því er Erna Jónmundsdóttir, deildarstjóri hjá innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar hjá Sýslumanninum á Blönduósi, greinir frá. „Málin sem eru til innheimtu eru alls 306 og nemur heildarfjárhæðin 266.487.729 krónum með vöxtum og kostnaði. Innheimtumiðstöðin tók við innheimtunni vorið 2008 og fékk þá inn öll mál en þau voru áður innheimt af fjársýslu ríkisins og lögmönnum.“ Tveir ofbeldismannanna hafa verið dæmdir til að greiða bætur vegna sjö mála hvor, tveir vegna fimm mála hvor, tveir vegna fjögurra mála hvor, níu vegna þriggja mála hver og fimmtán vegna tveggja mála hver, að því er Erna greinir frá. Ógreidd mál frá árinu 2008 eru 150, að því er fram kemur í upplýsingum frá Fjársýslu ríkisins. Frá 2009 eru 118 mál ógreidd, 23 frá 2010 og 15 það sem af er þessu ári. „Menn hafa getað samið við Innheimtumiðstöðina um að fá að greiða sektirnar á löngum tíma og fá þá til dæmis að greiða 5.000 krónur á mánuði,“ segir Erna. Um 130 til 160 milljónir króna eru greiddar úr ríkissjóði ár hvert til þolenda ofbeldisbrota. Frá 2006 hafa borist um 400 umsóknir á ári um bætur. Um 25 prósentum þeirra er hafnað. Hámarksbætur sem ríkissjóður greiðir fyrir líkamstjón eru 2,5 milljónir króna en fyrir miska 600 þúsund krónur. Ef um kynferðisbrot er að ræða greiðir ríkið eingöngu miskabætur. Innanríkisráðherra ákvað fyrr í þessum mánuði að láta skoða samsetningu bóta til fórnarlamba ofbeldismanna. „Tillögum að breytingum verður skilað innan skamms,“ segir Halldór Þormar Halldórsson, lögfræðingur hjá Sýslumanninum á Siglufirði, sem hefur umsjón með greiðslu bótanna. - ibs Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Sjá meira
Ofbeldismenn sem ekki hafa greitt fórnarlömbum sínum bætur samkvæmt ákvörðun bótanefndar eru 247 talsins, sex konur og 241 karl, að því er Erna Jónmundsdóttir, deildarstjóri hjá innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar hjá Sýslumanninum á Blönduósi, greinir frá. „Málin sem eru til innheimtu eru alls 306 og nemur heildarfjárhæðin 266.487.729 krónum með vöxtum og kostnaði. Innheimtumiðstöðin tók við innheimtunni vorið 2008 og fékk þá inn öll mál en þau voru áður innheimt af fjársýslu ríkisins og lögmönnum.“ Tveir ofbeldismannanna hafa verið dæmdir til að greiða bætur vegna sjö mála hvor, tveir vegna fimm mála hvor, tveir vegna fjögurra mála hvor, níu vegna þriggja mála hver og fimmtán vegna tveggja mála hver, að því er Erna greinir frá. Ógreidd mál frá árinu 2008 eru 150, að því er fram kemur í upplýsingum frá Fjársýslu ríkisins. Frá 2009 eru 118 mál ógreidd, 23 frá 2010 og 15 það sem af er þessu ári. „Menn hafa getað samið við Innheimtumiðstöðina um að fá að greiða sektirnar á löngum tíma og fá þá til dæmis að greiða 5.000 krónur á mánuði,“ segir Erna. Um 130 til 160 milljónir króna eru greiddar úr ríkissjóði ár hvert til þolenda ofbeldisbrota. Frá 2006 hafa borist um 400 umsóknir á ári um bætur. Um 25 prósentum þeirra er hafnað. Hámarksbætur sem ríkissjóður greiðir fyrir líkamstjón eru 2,5 milljónir króna en fyrir miska 600 þúsund krónur. Ef um kynferðisbrot er að ræða greiðir ríkið eingöngu miskabætur. Innanríkisráðherra ákvað fyrr í þessum mánuði að láta skoða samsetningu bóta til fórnarlamba ofbeldismanna. „Tillögum að breytingum verður skilað innan skamms,“ segir Halldór Þormar Halldórsson, lögfræðingur hjá Sýslumanninum á Siglufirði, sem hefur umsjón með greiðslu bótanna. - ibs
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Sjá meira