Innlent

Fyrrverandi bæjarstjóri stýrir nýju hóteli

Sigrún Björk Jakobsdóttir, fyrrv. bæjarstjóri.
Sigrún Björk Jakobsdóttir, fyrrv. bæjarstjóri.
Icelandair opnaði formlega nýtt hótel á Akureyri í gær, Icelandair hótel Akureyri. Félagið hefur gert leigusamning til næstu 20 ára um rekstur heilsárshótels í húsinu að Þingvallastræti 23, en húsið hýsti áður meðal annars Iðnskóla Akureyrar og Háskólann á Akureyri.

Sigrún Björk Jakobsdóttir, hótelstjóri og fyrrum bæjarstjóri Akureyrar, segir hótelið kærkomna viðbót fyrir bæinn. „Þetta er yndislegur staður og umhverfið eins og best verður á kosið," segir hún, og bætir við að hún kunni afar vel við sig í nýja starfinu. „Þetta er það sem ég gerði í gamla daga og nýt þess mjög." Varðandi ferðamenn yfir sumarið segist Sigrún þó hafa áhyggjur af ferðalögum Íslendinga og það sé ómögulegt að sjá fyrir hvernig þeir muni skila sér.

Hótelið er með upphitaða skápa og geymslur í kjallara fyrir fatnað skíðafólks.
Hótelið er það sjöunda sem Icelandair hótelkeðjan opnar. Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Flugleiðahótela ehf., segir fyrirtækið lengi hafa haft augastað á Akureyri sem vænlegri staðsetningu fyrir nýtt hótel.

„Icelandair hótel Akureyri er því kærkomin viðbót í okkar rekstur og við hlökkum til að leggja okkar af mörkum við að byggja enn frekar upp það góða starf sem átt hefur sér stað í ferðaþjónustu Akureyrarbæjar fram til þessa." - sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×