Innlent

Jörundur snúinn aftur í Austurstrætið

Landsyfirréttarhúsið gamla hefur fengið aftur sitt virðulega yfirbragð. Mynd/Vilhelm
Landsyfirréttarhúsið gamla hefur fengið aftur sitt virðulega yfirbragð. Mynd/Vilhelm
Jörundi hundadagakonungi er gert hátt undir höfði á nýjum veitingastað, Happi, við Austurstræti 22. Segja má að Jörundur sé snúinn aftur heim, en hann dvaldi í húsinu sumarið 1809, eftir að hafa tekið völdin hér á landi.

Kristján Vigfússon, einn eigenda Happs, segir að sögu Jörundar séu gerð skil á sýningu í húsinu, enda sé það við hæfi á hans gamla heimili. Anna Agnarsdóttir, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, ritar texta sýningarinnar, en hún hefur öðrum fremur rannsakað sögu Jörundar.

Jörundur steig hér á land í lok júní 1809 og rauf einokun Dana, en hann var í fylgd bresks sápukaupmanns. Hann gekk ásamt nokkrum sjóliðum á fund Trampe greifa, æðsta fulltrúa Danakonungs, og tók í raun völdin á landinu.

Jörundur steig hér á land í lok júní 1809
Segja má að hann hafi skrifað stjórnarskrá fyrir landið, sem meðal annars kvað á um kosningarétt til handa öllum. Valdatíð hans varð þó endalepp en böndum var komið yfir hann í lok ágúst sama ár og hann tók við völdum. Hefur valdatíð hans verið kennd við hundadaga.

Austurstræti 22 er eitt þeirra húsa sem skemmdist í brunanum árið 2007. Það hefur nú verið endurreist og miklar endurbætur hafa átt sér stað á reitnum.- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×