Börn vilja ekki taka rítalín og fólk þorir ekki út í apótek 8. júní 2011 06:30 Ellen Calmon formaður ADHD-samtakanna segir fjölda félaga ósátta við að lyfjunum hafi nær eingöngu verið lýst sem dópi í fjölmiðlum. fréttablaðið/anton Stjórn ADHD samtakanna á Íslandi harmar þá umræðu sem hefur skapast í fjölmiðlum að undanförnu um misnotkun rítalíns og annarra metýlfenídat lyfja og telja hana einhliða. Ellen Calmon, framkvæmdastjóri samtakanna, segir fólk með ADHD (ofvirkniröskun) farið að finna fyrir auknum fordómum í sinn garð og sumir séu jafnvel hættir að þora út í apótek eftir lyfjum. Börn neiti að taka lyfin sín af ótta við að verða álitin dópistar og fíklar. „Eitt dæmi er drengur í framhaldsskóla í borginni sem hefur nú ekki tekið lyf í tvær vikur því hann vill ekki verða dópisti. Skólinn er að fara í vaskinn hjá honum því lyfin halda honum við efnið,“ segir Ellen og undirstrikar að langstærsti hluti fólks noti lyfin til lækninga. Þau tilvik þar sem misnotkun á sér stað séu vissulega meira áberandi og mjög sorgleg eins og sést hefur í fjölmiðlum að undanförnu. Ríkið greiddi um 550 milljónir króna í fyrra vegna rítalíns og var um helmingi lyfjanna ávísað á fullorðna. Kostnaður ríkisins vegna rítalíns hefur aukist um 70 til 100 milljónir á ári hverju undanfarin ár, eins og fram kom í harðorðri grein Gunnars Smára Egilssonar, nýs stjórnarformanns SÁÁ. Í grein sinni, sem birtist á vef SÁÁ um síðustu helgi, gagnrýnir Gunnar Smári meðal annars starfsaðferðir geðlækna hér á landi og segir greiningu á ADHD oft byggja á tæpum grunni. Hann bendir á að fyrir fjórtán árum hafi ADHD meðal fullorðinna verið nær óþekkt vandamál hér á landi en nú sé fjöldi greindra orðinn eins mikill og raun ber vitni. Ellen undrast mjög skrif Gunnars Smára og segist hafa brugðið mikið þegar hún las greinina. „Hann segir nánast að ADHD sé hugarburður. Ég er stórhneyksluð á framburði hans,“ segir hún. „Geðlæknar eru líka margir hverjir gapandi yfir þessum skrifum.“ Í grein í Læknablaðinu frá árinu 2005 kemur fram að talið sé að 5 til 10 prósent barna og unglinga séu með ADHD hér á landi og um 4,5 prósent fullorðinna. Ellen segir lyf vera einu opinberu úrræðin sem fullorðnir geti nýtt sér, geðlæknar og sálfræðimeðferðir kosti mikið. Þá sé úrræðum fyrir framhaldsskólanemendur með ADHD verulega ábótavant og brottfall þeirra hátt. Samtökin kalla eftir betri úrræðum frá stjórnvöldum. sunna@frettabladid.is Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Stjórn ADHD samtakanna á Íslandi harmar þá umræðu sem hefur skapast í fjölmiðlum að undanförnu um misnotkun rítalíns og annarra metýlfenídat lyfja og telja hana einhliða. Ellen Calmon, framkvæmdastjóri samtakanna, segir fólk með ADHD (ofvirkniröskun) farið að finna fyrir auknum fordómum í sinn garð og sumir séu jafnvel hættir að þora út í apótek eftir lyfjum. Börn neiti að taka lyfin sín af ótta við að verða álitin dópistar og fíklar. „Eitt dæmi er drengur í framhaldsskóla í borginni sem hefur nú ekki tekið lyf í tvær vikur því hann vill ekki verða dópisti. Skólinn er að fara í vaskinn hjá honum því lyfin halda honum við efnið,“ segir Ellen og undirstrikar að langstærsti hluti fólks noti lyfin til lækninga. Þau tilvik þar sem misnotkun á sér stað séu vissulega meira áberandi og mjög sorgleg eins og sést hefur í fjölmiðlum að undanförnu. Ríkið greiddi um 550 milljónir króna í fyrra vegna rítalíns og var um helmingi lyfjanna ávísað á fullorðna. Kostnaður ríkisins vegna rítalíns hefur aukist um 70 til 100 milljónir á ári hverju undanfarin ár, eins og fram kom í harðorðri grein Gunnars Smára Egilssonar, nýs stjórnarformanns SÁÁ. Í grein sinni, sem birtist á vef SÁÁ um síðustu helgi, gagnrýnir Gunnar Smári meðal annars starfsaðferðir geðlækna hér á landi og segir greiningu á ADHD oft byggja á tæpum grunni. Hann bendir á að fyrir fjórtán árum hafi ADHD meðal fullorðinna verið nær óþekkt vandamál hér á landi en nú sé fjöldi greindra orðinn eins mikill og raun ber vitni. Ellen undrast mjög skrif Gunnars Smára og segist hafa brugðið mikið þegar hún las greinina. „Hann segir nánast að ADHD sé hugarburður. Ég er stórhneyksluð á framburði hans,“ segir hún. „Geðlæknar eru líka margir hverjir gapandi yfir þessum skrifum.“ Í grein í Læknablaðinu frá árinu 2005 kemur fram að talið sé að 5 til 10 prósent barna og unglinga séu með ADHD hér á landi og um 4,5 prósent fullorðinna. Ellen segir lyf vera einu opinberu úrræðin sem fullorðnir geti nýtt sér, geðlæknar og sálfræðimeðferðir kosti mikið. Þá sé úrræðum fyrir framhaldsskólanemendur með ADHD verulega ábótavant og brottfall þeirra hátt. Samtökin kalla eftir betri úrræðum frá stjórnvöldum. sunna@frettabladid.is
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent