Mannréttindi hafa fengið meira vægi 3. júní 2011 06:00 Ísland stendur svipað nágrannalöndunum þegar kemur að mannréttindamálum. Mannréttindaskrifstofa Íslands leggur til ýmsar umbætur í málaflokknum. fréttablaðið/arnþór Ástand mannréttindamála á Íslandi er sambærilegt við það sem gerist í nágrannalöndunum. Víða er þó pottur brotinn og ýmsar athugasemdir voru gerðar við stöðu mála í skýrslu sem kynnt var á þriðjudag. Skýrslan er hluti af verkefni Sameinuðu þjóðanna (SÞ) sem kallast Universal Periodic Review. Um er að ræða fjögurra ára verkefni þar sem mannréttindamál eru skoðuð í aðildarríkjum SÞ. Að fjórum árum liðnum er gerð önnur könnun og það metið hvað úr hefur ræst. Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands, segir skýrsluna um margt jákvæða og er ánægð með vinnuna við hana. Leitað hafi verið til fjölmargra aðila um umsagnir og enn sé tími til að koma athugasemdum á framfæri. Mannréttindaskrifstofan gerði ýmsar athugasemdir og Margrét segir að þrátt fyrir að staða mála sé um margt góð hér á landi, megi alltaf bæta ástandið. Til að mynda megi nefna að Ísland sé ekki aðili að, eða ekki búið að fullgilda, ýmsa samninga SÞ. Þar megi nefna viðauka um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi sem kveða á um rétt einstaklinga til að kæra brot til eftirlitsnefndar samningsins. Þá sé reglum um vernd réttinda farandverkamanna og fjölskyldna þeirra í ýmsu ábótavant. „Meðal þess sem við höfum einnig gagnrýnt er að það er skylda stjórnvalda að tryggja að allir geti lifað mannsæmandi lífi. Við höfum bent á að framfærslu öryrkja og lífeyrisþega verði að skoða með þetta í huga," segir Margrét. Hún bendir einnig á að hér á landi njóti lífsskoðunarfélög á borð við Siðmennt ekki sömu réttinda og trúfélög. Þau síðarnefndu fá framlög frá ríkinu í hlutfalli við félagafjölda en ekki þau fyrrnefndu. „Þá höfum við einnig vakið athygli á stöðunni varðandi kynbundið ofbeldi, ekki síst hjá erlendum konum, en erlendar konur eru hlutfallslega fleiri þeirra sem koma til dvalar í Kvennaathvarfinu en þeirra íslensku," segir Margrét. Hún segir hins vegar að mannréttindi hafi almennt fengið meira vægi í samfélaginu og staða þeirra batnað undanfarin ár. kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent B sé ekki best Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Sjá meira
Ástand mannréttindamála á Íslandi er sambærilegt við það sem gerist í nágrannalöndunum. Víða er þó pottur brotinn og ýmsar athugasemdir voru gerðar við stöðu mála í skýrslu sem kynnt var á þriðjudag. Skýrslan er hluti af verkefni Sameinuðu þjóðanna (SÞ) sem kallast Universal Periodic Review. Um er að ræða fjögurra ára verkefni þar sem mannréttindamál eru skoðuð í aðildarríkjum SÞ. Að fjórum árum liðnum er gerð önnur könnun og það metið hvað úr hefur ræst. Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands, segir skýrsluna um margt jákvæða og er ánægð með vinnuna við hana. Leitað hafi verið til fjölmargra aðila um umsagnir og enn sé tími til að koma athugasemdum á framfæri. Mannréttindaskrifstofan gerði ýmsar athugasemdir og Margrét segir að þrátt fyrir að staða mála sé um margt góð hér á landi, megi alltaf bæta ástandið. Til að mynda megi nefna að Ísland sé ekki aðili að, eða ekki búið að fullgilda, ýmsa samninga SÞ. Þar megi nefna viðauka um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi sem kveða á um rétt einstaklinga til að kæra brot til eftirlitsnefndar samningsins. Þá sé reglum um vernd réttinda farandverkamanna og fjölskyldna þeirra í ýmsu ábótavant. „Meðal þess sem við höfum einnig gagnrýnt er að það er skylda stjórnvalda að tryggja að allir geti lifað mannsæmandi lífi. Við höfum bent á að framfærslu öryrkja og lífeyrisþega verði að skoða með þetta í huga," segir Margrét. Hún bendir einnig á að hér á landi njóti lífsskoðunarfélög á borð við Siðmennt ekki sömu réttinda og trúfélög. Þau síðarnefndu fá framlög frá ríkinu í hlutfalli við félagafjölda en ekki þau fyrrnefndu. „Þá höfum við einnig vakið athygli á stöðunni varðandi kynbundið ofbeldi, ekki síst hjá erlendum konum, en erlendar konur eru hlutfallslega fleiri þeirra sem koma til dvalar í Kvennaathvarfinu en þeirra íslensku," segir Margrét. Hún segir hins vegar að mannréttindi hafi almennt fengið meira vægi í samfélaginu og staða þeirra batnað undanfarin ár. kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent B sé ekki best Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Sjá meira