Boðar átak gegn notkun munntóbaks 31. maí 2011 06:00 Viðar Jensson. Landlæknisembættið notar Dag án tóbaks til að berjast gegn aukinni notkun munntóbaks. Fimmtungur karla 16 til 23 ára notar munntóbak. Það getur valdið krabbameini og er tengt öðrum sjúkdómum. Í það minnsta 28 krabbameinsvaldandi efni hafa fundist í munntóbaki, auk þess sem notkun þess er tengd hjartasjúkdómum og sykursýki. Landlæknisembættið ætlar að beina sjónum sínum sérstaklega að sívaxandi munntóbaksnotkun hér á landi á alþjóðlegum Degi án tóbaks í dag. „Við sjáum að ungt fólk er að leita í munntóbak og það er einkum vegna fyrirmynda og hópþrýstings sem það byrjar," segir Viðar Jensson, verkefnisstjóri tóbaksvarna hjá Landlæknisembættinu. Embættið ætlar í skipulagt átak gegn munntóbaksnotkun á næstunni. Forvarnir gegn reykingum hafa borið umtalsverðan árangur, sem sést best á því að daglegar reykingar fullorðinna mælast hvað minnstar hér á landi af öllum Evrópuríkjum. Samkvæmt mælingum á síðasta ári hafði hlutfall reykingamanna dregist saman um rúman helming frá árinu 1991, frá tæpum þrjátíu prósentum niður í fjórtán. Munntóbaksnotkun hefur hins vegar verið í hröðum vexti, sérstaklega meðal ungra karla þar sem mælingar Lýðheilsustöðvar síðustu tvö ár leiddu í ljós að um fimmtungur karlmanna á aldrinum 16 til 23 ára sagðist nota munntóbak.Þýsk rannsókn leiðir í ljós skaðsemi munntóbaks. Notkun þess hefur stóraukist, sérstaklega meðal ungra karla.Fréttablaðið/GVAViðar Jensson, verkefnastjóri tóbaksvarna hjá Landlæknisembættinu, segir í samtali við Fréttablaðið að þetta sé óheillaþróun. Hann segir málið grafalvarlegt þar sem sannað þyki að munntóbak sé ekki síður ávanabindandi en reykingar og jafnvel enn frekar. Hann vísar þar í skýrslu sem þýska krabbameinsrannsóknarmiðstöðin í Heidelberg gaf nýlega út, en þar segir jafnframt að munntóbaksnotkun feli í sér alvarlega hættu á heilsubresti, jafnvel krabbameini. Skýrslan segir að í munntóbaki hafi fundist í kringum 28 efni sem geti orsakað krabbamein, meðal annars í brisi, munni og vélinda. Þá bendi sumar rannsóknir til þess að munntóbaksnotkun tengist meðal annars hjartasjúkdómum og sykursýki. Viðar segir skýrsluna endanlega afsanna þá þrautseigu bábilju að munntóbak sé skaðlaust. Hann er þó bjartsýnn á að úr muni rætast. „Ég bind miklar vonir við það að með samtakamætti allra sem að málunum koma sé hægt að draga úr neyslu." Nokkur vitundarvakning hefur þó verið varðandi neikvæðar afleiðingar munntóbaksneyslu þar sem Skautafélagið Björninn í Reykjavík bannaði nýverið notkun tóbaks á æfingu og leikjum liðsins. thorgils@frettabladid.is Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira
Í það minnsta 28 krabbameinsvaldandi efni hafa fundist í munntóbaki, auk þess sem notkun þess er tengd hjartasjúkdómum og sykursýki. Landlæknisembættið ætlar að beina sjónum sínum sérstaklega að sívaxandi munntóbaksnotkun hér á landi á alþjóðlegum Degi án tóbaks í dag. „Við sjáum að ungt fólk er að leita í munntóbak og það er einkum vegna fyrirmynda og hópþrýstings sem það byrjar," segir Viðar Jensson, verkefnisstjóri tóbaksvarna hjá Landlæknisembættinu. Embættið ætlar í skipulagt átak gegn munntóbaksnotkun á næstunni. Forvarnir gegn reykingum hafa borið umtalsverðan árangur, sem sést best á því að daglegar reykingar fullorðinna mælast hvað minnstar hér á landi af öllum Evrópuríkjum. Samkvæmt mælingum á síðasta ári hafði hlutfall reykingamanna dregist saman um rúman helming frá árinu 1991, frá tæpum þrjátíu prósentum niður í fjórtán. Munntóbaksnotkun hefur hins vegar verið í hröðum vexti, sérstaklega meðal ungra karla þar sem mælingar Lýðheilsustöðvar síðustu tvö ár leiddu í ljós að um fimmtungur karlmanna á aldrinum 16 til 23 ára sagðist nota munntóbak.Þýsk rannsókn leiðir í ljós skaðsemi munntóbaks. Notkun þess hefur stóraukist, sérstaklega meðal ungra karla.Fréttablaðið/GVAViðar Jensson, verkefnastjóri tóbaksvarna hjá Landlæknisembættinu, segir í samtali við Fréttablaðið að þetta sé óheillaþróun. Hann segir málið grafalvarlegt þar sem sannað þyki að munntóbak sé ekki síður ávanabindandi en reykingar og jafnvel enn frekar. Hann vísar þar í skýrslu sem þýska krabbameinsrannsóknarmiðstöðin í Heidelberg gaf nýlega út, en þar segir jafnframt að munntóbaksnotkun feli í sér alvarlega hættu á heilsubresti, jafnvel krabbameini. Skýrslan segir að í munntóbaki hafi fundist í kringum 28 efni sem geti orsakað krabbamein, meðal annars í brisi, munni og vélinda. Þá bendi sumar rannsóknir til þess að munntóbaksnotkun tengist meðal annars hjartasjúkdómum og sykursýki. Viðar segir skýrsluna endanlega afsanna þá þrautseigu bábilju að munntóbak sé skaðlaust. Hann er þó bjartsýnn á að úr muni rætast. „Ég bind miklar vonir við það að með samtakamætti allra sem að málunum koma sé hægt að draga úr neyslu." Nokkur vitundarvakning hefur þó verið varðandi neikvæðar afleiðingar munntóbaksneyslu þar sem Skautafélagið Björninn í Reykjavík bannaði nýverið notkun tóbaks á æfingu og leikjum liðsins. thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira