Erlent

Milljarðar fara í sjóð

Þeir Manuel Barroso, Nicolas Sarkozy, Barack Obama og Naoto Kan þegar hlé varð á fundarhöldum í Deauville.
Þeir Manuel Barroso, Nicolas Sarkozy, Barack Obama og Naoto Kan þegar hlé varð á fundarhöldum í Deauville. Mynd/AFP
Leiðtogar átta helstu hagvelda heims (G8) stofnuðu í gær sjóð til styrktar lýðræðisþróun í arabaríkjunum. Lagðar verða 40 milljarðar Bandaríkjadala í sjóðinn, en það samsvarar nærri fimm þúsund milljörðum króna.

 

Enn á eftir að útfæra úthlutunarreglur úr sjóðnum, en leiðtogar Túnis og Egyptalands gera sér vonir um væna upphæð til að festa í sessi þá lýðræðisþróun sem hófst með því að einræðisherrum var steypt af stóli í vetur.

 

Túnis hefur óskað eftir að fá 25 milljarða dala á fimm árum, en Egyptaland segist þurfa tíu til 12 milljarða fyrir næsta fjárlagaár.

 

Á fundinum voru átökin í Líbíu einnig rædd. Leiðtogarnir voru sammála um að Múammar Gaddafí yrði að fara frá völdum þar. Þá voru sýrlensk stjórnvöld hvött til þess að láta af kúgun íbúa sinna.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×