Mladic þótti fölur og ellilegur 27. maí 2011 05:30 Radovan Karadzic og Ratko Mladic. Einn af samverkamönnum Mladic, Radovan Karadzic, var handtekinn árið 2008, en þá tók að þrengja mjög að Mladic. Mynd/AP „Við höfum bundið enda á erfitt tímabil í sögu okkar og fjarlægt blettinn framan úr þjóðbræðrum okkar, hvar sem þeir búa," sagði Boris Tadic, forsætisráðherra Serbíu, þegar hann skýrði frá því að Ratko Mladic hefði verið handtekinn. Tadic boðaði til blaðamannafundar í gærmorgun þar sem hann staðfesti tíðindin, sem þá voru strax komin í heimsfréttirnar, fáeinum klukkustundum eftir handtökuna. Ratko Mladic, fyrrverandi yfirmaður herliðs Bosníu-Serba, hefur verið í felum síðan 2001. Hann var yfirmaður hermannanna sem myrtu allt að átta þúsund bosníska menn og drengi nálægt bænum Srebrenica í Bosníu í júlí 1995. Fjöldamorðin þar eru versti stríðsglæpur seinni tíma í Evrópu, en Mladic er talinn hafa verið einn helsti hvatamaður þeirra og skipuleggjandi. Mladic var handtekinn snemma í gærmorgun á heimili ættingja síns í Lazarevo, tvö þúsund manna þorpi norðarlega í Serbíu. Mladic var með tvær skammbyssur þegar hann var handtekinn en veitti enga mótspyrnu. Hann þótti fölur og ellilegur, að sögn serbneskra embættismanna og fjölmiðla. Þetta var talið merki um að hann hafi ekki verið mikið úti við. Handtaka hans getur hraðað því, að Evrópusambandið samþykki að hefja aðildarviðræður við Serbíu. Serbar hafa lengi óskað eftir aðild en meðal þess sem strandað hefur á er hversu hægt hefur gengið að hafa hendur í hári Mladic og annarra grunaðra stríðsglæpamanna. Fouad Riad, saksóknari alþjóðlegs stríðsglæpadómstóls í Haag, gaf út ákæru á hendur Mladic strax árið 1995, en Mladic gat engu að síður ferðast um óhultur í Serbíu allt þangað til Slobodan Milosevic, sem þá hafði nýlega sagt af sér forsetaembætti vegna fjöldamótmæla, var handtekinn í Serbíu í mars 2001 og framseldur til Haag. Í ákæruskjali Riads frá 1995 segir að fjöldamorðin í Srebrenica hafi verið ótrúlega villimannleg: „Þúsundir manna voru teknar af lífi og settar í fjöldagrafir, hundruð manna voru grafin lifandi, menn og konur voru limlest og drepin, börn voru drepin fyrir augum mæðra þeirra, afi nokkur var þvingaður til að leggja sér til munns lifur úr barnabarni sínu." gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Sjá meira
„Við höfum bundið enda á erfitt tímabil í sögu okkar og fjarlægt blettinn framan úr þjóðbræðrum okkar, hvar sem þeir búa," sagði Boris Tadic, forsætisráðherra Serbíu, þegar hann skýrði frá því að Ratko Mladic hefði verið handtekinn. Tadic boðaði til blaðamannafundar í gærmorgun þar sem hann staðfesti tíðindin, sem þá voru strax komin í heimsfréttirnar, fáeinum klukkustundum eftir handtökuna. Ratko Mladic, fyrrverandi yfirmaður herliðs Bosníu-Serba, hefur verið í felum síðan 2001. Hann var yfirmaður hermannanna sem myrtu allt að átta þúsund bosníska menn og drengi nálægt bænum Srebrenica í Bosníu í júlí 1995. Fjöldamorðin þar eru versti stríðsglæpur seinni tíma í Evrópu, en Mladic er talinn hafa verið einn helsti hvatamaður þeirra og skipuleggjandi. Mladic var handtekinn snemma í gærmorgun á heimili ættingja síns í Lazarevo, tvö þúsund manna þorpi norðarlega í Serbíu. Mladic var með tvær skammbyssur þegar hann var handtekinn en veitti enga mótspyrnu. Hann þótti fölur og ellilegur, að sögn serbneskra embættismanna og fjölmiðla. Þetta var talið merki um að hann hafi ekki verið mikið úti við. Handtaka hans getur hraðað því, að Evrópusambandið samþykki að hefja aðildarviðræður við Serbíu. Serbar hafa lengi óskað eftir aðild en meðal þess sem strandað hefur á er hversu hægt hefur gengið að hafa hendur í hári Mladic og annarra grunaðra stríðsglæpamanna. Fouad Riad, saksóknari alþjóðlegs stríðsglæpadómstóls í Haag, gaf út ákæru á hendur Mladic strax árið 1995, en Mladic gat engu að síður ferðast um óhultur í Serbíu allt þangað til Slobodan Milosevic, sem þá hafði nýlega sagt af sér forsetaembætti vegna fjöldamótmæla, var handtekinn í Serbíu í mars 2001 og framseldur til Haag. Í ákæruskjali Riads frá 1995 segir að fjöldamorðin í Srebrenica hafi verið ótrúlega villimannleg: „Þúsundir manna voru teknar af lífi og settar í fjöldagrafir, hundruð manna voru grafin lifandi, menn og konur voru limlest og drepin, börn voru drepin fyrir augum mæðra þeirra, afi nokkur var þvingaður til að leggja sér til munns lifur úr barnabarni sínu." gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Sjá meira