Bauð stuðningshópi Eddu Heiðrúnar upp á jökul 25. maí 2011 17:00 Langjökull tók vel á móti hópnum eftir að Ice-explorer flutti hann á toppinn. Ný jöklarúta var tekin í notkun af Ice-ferðum um síðustu helgi og í jómfrúrferðina var Eddu Heiðrúnu Backman leikkonu og stuðningshópi hennar boðið. Enda er rútan sérútbúin með tilliti til aðgengis fyrir hreyfihamlaða. „Við vorum að láta smíða fyrir okkur nýjan trukk sem er sérstaklega útbúinn fyrir ferðir á snjó og jökli," segir Arngrímur Hermannsson, forstjóri Ice, um tildrög ferðarinnar á Langjökul. „Þetta er fjörutíu manna jöklarúta og þegar verið var að smíða hana ákváðum við að hafa aðgengi fyrir hjólastóla og smíðuðum lyftu aftan á bílinn. Um helgina vorum við að taka hana í notkun í fyrsta skipti. Ég hafði frétt af því að Edda Heiðrún Backman leikkona væri mikið hreyfilömuð og að í kringum hana væri stuðningshópur sem héldi utan um hana allan sólarhringinn í sjálfboðavinnu. Mér fannst þetta merkilegt framtak og ákvað að bjóða Eddu og hópnum hennar með okkur í dagsferð upp á Langjökul. Eddu fannst þetta mjög spennandi, sérstaklega að geta boðið hópnum í svona ævintýri, enda er hún dálítill grallari og hafði gaman af furðusvipnum sem kom á stuðningsaðilana þegar hún bauð þeim í jöklaferð."Langjökull skartaði sínu fegursta fyrir hópinn. Fréttablaðið/ValliArngrímur segir ferðina hafa tekist vel í alla staði. „Við lögðum af stað frá Reykjavík klukkan níu um morguninn og vorum komin upp á topp á Langjökli klukkan hálf tvö. Þar uppi var hávetur en um leið og við tókum Eddu úr lyftunni braust sólin fram og við sáum til allra átta. Þetta var mögnuð upplifun." Ice býður upp á ferðir á Langjökul á hverjum degi í allt sumar á jöklarútunni sem hlotið hefur nafnið Ice-explorer og er ýmist hægt að fara um borð í Reykjavík eða við jökulröndina og ferðast upp á topp jökulsins. Arngrímur segist þó áhyggjufullur vegna eldgossins, enda hafi eldgosið í fyrra komið illa niður á fyrirtækinu. „Það þarf að fara varlega í að segja í fjölmiðlum að hér séu náttúruhamfarir. Eins þarf að koma greinilega fram að þetta sé staðbundið og menn þurfa að vera snöggir að láta vita um leið og gosið er búið eða orðið mjög lítið og koma þeim skilaboðum á framfæri að þetta sé skaðlaust. Við getum bjargað málunum með því að gera eins lítið úr þessu og hægt er." - fsb Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Ný jöklarúta var tekin í notkun af Ice-ferðum um síðustu helgi og í jómfrúrferðina var Eddu Heiðrúnu Backman leikkonu og stuðningshópi hennar boðið. Enda er rútan sérútbúin með tilliti til aðgengis fyrir hreyfihamlaða. „Við vorum að láta smíða fyrir okkur nýjan trukk sem er sérstaklega útbúinn fyrir ferðir á snjó og jökli," segir Arngrímur Hermannsson, forstjóri Ice, um tildrög ferðarinnar á Langjökul. „Þetta er fjörutíu manna jöklarúta og þegar verið var að smíða hana ákváðum við að hafa aðgengi fyrir hjólastóla og smíðuðum lyftu aftan á bílinn. Um helgina vorum við að taka hana í notkun í fyrsta skipti. Ég hafði frétt af því að Edda Heiðrún Backman leikkona væri mikið hreyfilömuð og að í kringum hana væri stuðningshópur sem héldi utan um hana allan sólarhringinn í sjálfboðavinnu. Mér fannst þetta merkilegt framtak og ákvað að bjóða Eddu og hópnum hennar með okkur í dagsferð upp á Langjökul. Eddu fannst þetta mjög spennandi, sérstaklega að geta boðið hópnum í svona ævintýri, enda er hún dálítill grallari og hafði gaman af furðusvipnum sem kom á stuðningsaðilana þegar hún bauð þeim í jöklaferð."Langjökull skartaði sínu fegursta fyrir hópinn. Fréttablaðið/ValliArngrímur segir ferðina hafa tekist vel í alla staði. „Við lögðum af stað frá Reykjavík klukkan níu um morguninn og vorum komin upp á topp á Langjökli klukkan hálf tvö. Þar uppi var hávetur en um leið og við tókum Eddu úr lyftunni braust sólin fram og við sáum til allra átta. Þetta var mögnuð upplifun." Ice býður upp á ferðir á Langjökul á hverjum degi í allt sumar á jöklarútunni sem hlotið hefur nafnið Ice-explorer og er ýmist hægt að fara um borð í Reykjavík eða við jökulröndina og ferðast upp á topp jökulsins. Arngrímur segist þó áhyggjufullur vegna eldgossins, enda hafi eldgosið í fyrra komið illa niður á fyrirtækinu. „Það þarf að fara varlega í að segja í fjölmiðlum að hér séu náttúruhamfarir. Eins þarf að koma greinilega fram að þetta sé staðbundið og menn þurfa að vera snöggir að láta vita um leið og gosið er búið eða orðið mjög lítið og koma þeim skilaboðum á framfæri að þetta sé skaðlaust. Við getum bjargað málunum með því að gera eins lítið úr þessu og hægt er." - fsb
Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði