Kaupa þarf hreinsibúnað ef ný tækni skilar engu 20. maí 2011 08:00 Gufustrókar á Hellisheiði. Nálægð byggðar við jarðhitavirkjanir veldur áhyggjum en við losun gufu sleppur brennisteinsvetni út í andrúmsloftið.fréttablaðið/valli Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur segir heilsufarsógn stafa frá brennisteinsvetni frá jarðhitavirkjunum og gagnrýnir nýja frummatsskýrslu vegna jarðhitanýtingar á Hengilssvæðinu. Orkuveita Reykjavíkur metur fjárfestingarkostnað við nýjan hreinsibúnað í Hellisheiðarvirkjun á allt að tíu milljarða og gerir tilraunir með nýja tækni. Eftir að nýting jarðhita var aukin á Hellisheiði hefur mælst mun meiri styrkur brennisteinsvetnis á höfuðborgarsvæðinu og í sveitarfélögunum í nágrenni virkjunarinnar. Borist hafa kvartanir frá íbúum um óþægindi vegna sterkrar lyktar af brennisteinsvetni. Í viðtali við Fréttablaðið í gær lýsti Árný Sigurðardóttir, hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, frummatsskýrslu vegna áætlaðrar vinnslu Orkuveitu Reykjavíkur við Gráuhnúka sem illa unninni og lýsti furðu sinni yfir því að ekki væri fjallað sérstaklega um nálægð virkjunarsvæðisins við fjölmennustu byggðakjarna á landinu. Orkuveitan hyggst nýta jarðhita frá Gráuhnúkum til að bæta 45 MW við gufuaflsvirkjun sína á Hellisheiði, en heilbrigðiseftirlitið telur að vinnslan geti aukið brennisteinsmagn í lofti um fjörutíu prósent. Fjarri lagiEiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi OR, bendir á að magn brennisteinsvetnis muni ekki aukast vegna Gráuhnúka nema að því tilskildu að svæðið verði sérstaklega gjöfult og ný vél verði sett upp í Hellisheiðarvirkjun. Hvað útreikninga Heilbrigðiseftirlitsins varðar sýnist Eiríki að þær hljóti að miðast við uppsetningu tveggja nýrra véla sem verða teknar í notkun í haust og þann möguleika að þriðja vélin bætist við. Frummatsskýrslan, sem er ástæða gagnrýninnar, tekur hins vegar aðeins til jarðhitanýtingar við Gráuhnúka. Að jarðhitanýting þar auki magn brennisteins í lofti um fjörutíu prósent segir Eiríkur útilokað. Reglugerð í fyrrasumarSvandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra setti reglugerð um leyfilegan styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti í fyrrasumar á sama tíma og loftmengun frá Hellisheiðarvirkjun var í hámæli. Rök ráðherra fyrir því að setja reglugerðina voru að hennar sögn sú óvissa sem ríkir um heilsufarsáhrif af langvarandi innöndun brennisteinsvetnis og því taldi hún nauðsynlegt að setja mörkin þannig að almenningur fengi notið vafans. Einnig eiga mörkin að koma í veg fyrir lyktarmengun og var talið nauðsynlegt að setja heilsuverndarmörkin við fimmtíu míkrógrömm í rúmmetra að meðaltali á 24 klukkustundum. Mörk Alþjóðlegu heilbrigðisstofnunarinnar (WHO) eru 150 míkrógrömm og eru sett með tilliti til mögulegra bráðaáhrifa á augu en ekki til langtímaáhrifa á heilsu fólks sem býr við þessa mengun að jafnaði. Í reglugerð umhverfisráðherra er fyrirtækjum gefið aðlögunartímabil þannig að til að byrja með verður leyfilegt að fara fimm sinnum á ári yfir fimmtíu míkrógramma mörkin en frá og með júlí 2014 verður það óheimilt. Það er til marks um hversu alvarlega málið horfir við ráðuneyti umhverfismála því þar er verið að meta hvort setja þurfi fyrirtækjum sérstök losunarmörk sem yrðu strangari en mörk um leyfilegan styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti. Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja á Íslandi, taldi að viðmiðunarmörk WHO ættu að gilda hérlendis og lýsti vonbrigðum sínum með hve ströng reglugerð Svandísar er. Forsvarsmenn Samorku fullyrtu í fjölmiðlum að losunarmörkin væru sett á pólitískum forsendum en ekki faglegum og myndu hafa gríðarlegan kostnað í för með sér fyrir fyrirtækin. Hvað hefur Orkuveitan gert?Í fréttatilkynningu OR í gær kemur fram að verið sé að vinna úr umsögnum vegna fyrirhugaðrar jarðhitanýtingar við Gráuhnúka. „Sérstaka athygli vekja athugasemdir og ábendingar þeirra aðila sem eftirlit hafa með loftgæðum á höfuðborgarsvæðinu [Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur] og eru starfsmenn OR að fara sérstaklega yfir þann þátt,“ segir í tilkynningunni. Þá kemur fram að niðurstöður mælinga sýni að brennisteinsvetni hafi verið innan marka reglugerðarinnar frá þeim tíma sem hún var sett, en OR hefur komið upp þremur nýjum mælistöðvum til að mæla brennisteinsvetni í andrúmslofti. Eiríkur segir að jafnframt vinni OR að því að þróa nýja tækni til að vinna gegn mengun enda sé róið að því öllum árum að uppfylla skilyrði reglugerðarinnar óháð stækkun Hellisheiðarvirkjunar. Í því augnamiði er tilraunaverkefni í gangi þar sem gas er skilið frá gufunni. „Í stöð við virkjunina er verið að gera tilraunir með að blanda brennisteinsvetninu við affallsvatn sem leitt er niður í niðurrennslisholur. Ef þetta gangi verður hægt að mæta kröfum reglugerðarinnar með mjög hagkvæmum og skilvirkum hætti.“ Aðrar lausnir eru mjög dýrar, en í ákvæðum starfsleyfa fyrir atvinnurekstur sem kann að valda mengun af völdum brennisteinsvetnis skal beita bestu fáanlegu tækni til að hamla loftmengun. Slíkur búnaður hefur ekki verið settur upp í Hellisheiðarvirkjun. Samkvæmt mati OR er fjárfestingarkostnaður slíks búnaðar einn til 3,6 milljarðar á hver 90 MW. Ef dýrasti kosturinn yrði valinn fyrir Hellisheiðarvirkjun myndi uppsetning búnaðarins fara yfir tíu milljarða auk rekstrarkostnaðar upp á 600 milljónir á ári. Tæknin sem OR er að þróa liggur í milljarði í fjárfestingum og 300 milljónum í rekstri, skili hún tilætluðum árangri. Eiríkur segir að skili tilraunaverkefnið ekki tilætluðum árangri verði ráðist í fjárfestingar á hreinsibúnaði, enda sé ekki um neitt annað að ræða en mæta kröfum reglugerðarinnar. Spurður hvort staða OR leyfi slíkar fjárfestingar segir Eiríkur það ekki skipta máli. OR muni mæta þeim kröfum sem fyrirtækinu séu settar varðandi mengun. Spurður af hverju OR setti ekki upp „bestu fáanlegu tækni“ strax þegar Hellisheiðarvirkjun tók til starfa segir Eiríkur að kröfur um útblástur hafi breyst mikið frá þeim tíma. Nú sé horft til þess að mæta kröfum reglugerðar umhverfisráðherra sem tekur gildi að fullu árið 2014. „Besta“ fáanlega tækniRétt er að hnykkja á því að við hreinsun brennisteinsvetnis úr gufu, sama hversu dýr eða fullkominn búnaðurinn er notaður, falla til óæskilegar aukaafurðir eins og brennisteinssýra. „Það þarf þá að farga þessum efnum og við erum að reyna að þróa betri lausnir,“ segir Eiríkur. „Það má því spyrja hvort hreinsunarbúnaður sé fullkominn ef hann skilur þetta eftir og býr til ný viðfangsefni í umhverfislegu tilliti.“ Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur segir heilsufarsógn stafa frá brennisteinsvetni frá jarðhitavirkjunum og gagnrýnir nýja frummatsskýrslu vegna jarðhitanýtingar á Hengilssvæðinu. Orkuveita Reykjavíkur metur fjárfestingarkostnað við nýjan hreinsibúnað í Hellisheiðarvirkjun á allt að tíu milljarða og gerir tilraunir með nýja tækni. Eftir að nýting jarðhita var aukin á Hellisheiði hefur mælst mun meiri styrkur brennisteinsvetnis á höfuðborgarsvæðinu og í sveitarfélögunum í nágrenni virkjunarinnar. Borist hafa kvartanir frá íbúum um óþægindi vegna sterkrar lyktar af brennisteinsvetni. Í viðtali við Fréttablaðið í gær lýsti Árný Sigurðardóttir, hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, frummatsskýrslu vegna áætlaðrar vinnslu Orkuveitu Reykjavíkur við Gráuhnúka sem illa unninni og lýsti furðu sinni yfir því að ekki væri fjallað sérstaklega um nálægð virkjunarsvæðisins við fjölmennustu byggðakjarna á landinu. Orkuveitan hyggst nýta jarðhita frá Gráuhnúkum til að bæta 45 MW við gufuaflsvirkjun sína á Hellisheiði, en heilbrigðiseftirlitið telur að vinnslan geti aukið brennisteinsmagn í lofti um fjörutíu prósent. Fjarri lagiEiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi OR, bendir á að magn brennisteinsvetnis muni ekki aukast vegna Gráuhnúka nema að því tilskildu að svæðið verði sérstaklega gjöfult og ný vél verði sett upp í Hellisheiðarvirkjun. Hvað útreikninga Heilbrigðiseftirlitsins varðar sýnist Eiríki að þær hljóti að miðast við uppsetningu tveggja nýrra véla sem verða teknar í notkun í haust og þann möguleika að þriðja vélin bætist við. Frummatsskýrslan, sem er ástæða gagnrýninnar, tekur hins vegar aðeins til jarðhitanýtingar við Gráuhnúka. Að jarðhitanýting þar auki magn brennisteins í lofti um fjörutíu prósent segir Eiríkur útilokað. Reglugerð í fyrrasumarSvandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra setti reglugerð um leyfilegan styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti í fyrrasumar á sama tíma og loftmengun frá Hellisheiðarvirkjun var í hámæli. Rök ráðherra fyrir því að setja reglugerðina voru að hennar sögn sú óvissa sem ríkir um heilsufarsáhrif af langvarandi innöndun brennisteinsvetnis og því taldi hún nauðsynlegt að setja mörkin þannig að almenningur fengi notið vafans. Einnig eiga mörkin að koma í veg fyrir lyktarmengun og var talið nauðsynlegt að setja heilsuverndarmörkin við fimmtíu míkrógrömm í rúmmetra að meðaltali á 24 klukkustundum. Mörk Alþjóðlegu heilbrigðisstofnunarinnar (WHO) eru 150 míkrógrömm og eru sett með tilliti til mögulegra bráðaáhrifa á augu en ekki til langtímaáhrifa á heilsu fólks sem býr við þessa mengun að jafnaði. Í reglugerð umhverfisráðherra er fyrirtækjum gefið aðlögunartímabil þannig að til að byrja með verður leyfilegt að fara fimm sinnum á ári yfir fimmtíu míkrógramma mörkin en frá og með júlí 2014 verður það óheimilt. Það er til marks um hversu alvarlega málið horfir við ráðuneyti umhverfismála því þar er verið að meta hvort setja þurfi fyrirtækjum sérstök losunarmörk sem yrðu strangari en mörk um leyfilegan styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti. Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja á Íslandi, taldi að viðmiðunarmörk WHO ættu að gilda hérlendis og lýsti vonbrigðum sínum með hve ströng reglugerð Svandísar er. Forsvarsmenn Samorku fullyrtu í fjölmiðlum að losunarmörkin væru sett á pólitískum forsendum en ekki faglegum og myndu hafa gríðarlegan kostnað í för með sér fyrir fyrirtækin. Hvað hefur Orkuveitan gert?Í fréttatilkynningu OR í gær kemur fram að verið sé að vinna úr umsögnum vegna fyrirhugaðrar jarðhitanýtingar við Gráuhnúka. „Sérstaka athygli vekja athugasemdir og ábendingar þeirra aðila sem eftirlit hafa með loftgæðum á höfuðborgarsvæðinu [Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur] og eru starfsmenn OR að fara sérstaklega yfir þann þátt,“ segir í tilkynningunni. Þá kemur fram að niðurstöður mælinga sýni að brennisteinsvetni hafi verið innan marka reglugerðarinnar frá þeim tíma sem hún var sett, en OR hefur komið upp þremur nýjum mælistöðvum til að mæla brennisteinsvetni í andrúmslofti. Eiríkur segir að jafnframt vinni OR að því að þróa nýja tækni til að vinna gegn mengun enda sé róið að því öllum árum að uppfylla skilyrði reglugerðarinnar óháð stækkun Hellisheiðarvirkjunar. Í því augnamiði er tilraunaverkefni í gangi þar sem gas er skilið frá gufunni. „Í stöð við virkjunina er verið að gera tilraunir með að blanda brennisteinsvetninu við affallsvatn sem leitt er niður í niðurrennslisholur. Ef þetta gangi verður hægt að mæta kröfum reglugerðarinnar með mjög hagkvæmum og skilvirkum hætti.“ Aðrar lausnir eru mjög dýrar, en í ákvæðum starfsleyfa fyrir atvinnurekstur sem kann að valda mengun af völdum brennisteinsvetnis skal beita bestu fáanlegu tækni til að hamla loftmengun. Slíkur búnaður hefur ekki verið settur upp í Hellisheiðarvirkjun. Samkvæmt mati OR er fjárfestingarkostnaður slíks búnaðar einn til 3,6 milljarðar á hver 90 MW. Ef dýrasti kosturinn yrði valinn fyrir Hellisheiðarvirkjun myndi uppsetning búnaðarins fara yfir tíu milljarða auk rekstrarkostnaðar upp á 600 milljónir á ári. Tæknin sem OR er að þróa liggur í milljarði í fjárfestingum og 300 milljónum í rekstri, skili hún tilætluðum árangri. Eiríkur segir að skili tilraunaverkefnið ekki tilætluðum árangri verði ráðist í fjárfestingar á hreinsibúnaði, enda sé ekki um neitt annað að ræða en mæta kröfum reglugerðarinnar. Spurður hvort staða OR leyfi slíkar fjárfestingar segir Eiríkur það ekki skipta máli. OR muni mæta þeim kröfum sem fyrirtækinu séu settar varðandi mengun. Spurður af hverju OR setti ekki upp „bestu fáanlegu tækni“ strax þegar Hellisheiðarvirkjun tók til starfa segir Eiríkur að kröfur um útblástur hafi breyst mikið frá þeim tíma. Nú sé horft til þess að mæta kröfum reglugerðar umhverfisráðherra sem tekur gildi að fullu árið 2014. „Besta“ fáanlega tækniRétt er að hnykkja á því að við hreinsun brennisteinsvetnis úr gufu, sama hversu dýr eða fullkominn búnaðurinn er notaður, falla til óæskilegar aukaafurðir eins og brennisteinssýra. „Það þarf þá að farga þessum efnum og við erum að reyna að þróa betri lausnir,“ segir Eiríkur. „Það má því spyrja hvort hreinsunarbúnaður sé fullkominn ef hann skilur þetta eftir og býr til ný viðfangsefni í umhverfislegu tilliti.“
Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira