Erlent

Nasdaq OMX dregur sig í hlé

ys og þys á wall street Ekkert verður af væntanlegum risasamruna á bandarískum hlutabréfamarkaði. Fréttablaðið/AFP
ys og þys á wall street Ekkert verður af væntanlegum risasamruna á bandarískum hlutabréfamarkaði. Fréttablaðið/AFP
Kauphallarsamstæðan Nasdaq OMX og evrópski hrávörumarkaðurinn Intercontinental drógu í gær til baka óvinveitt tilboð sitt í keppinautinn NYSE Euronext.

Tilboðið hljóðaði upp á 11,3 milljarða Bandaríkjadali, jafnvirði 1.300 milljarða íslenskra króna. Það var sett til höfuðs tilboði frá þýsku kauphöllinni.

Bandaríska dagblaðið Washington Post segir dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna mótfallið tilboðinu enda líklegt að væntanlegur samruni kauphallanna geti komið niður á samkeppni. - jab




Fleiri fréttir

Sjá meira


×