Innlent

Óánægðir ökumenn í Laugardalnum

Mynd/Stöð2
Mynd/Stöð2
Mikil óánægja var á meðal nokkurra ökumanna sem lögðu leið sína í Laugardalinn í dag en þar gengu lögreglumenn og stöðumælaverðir á milli bíla sem hafði verið lagt ólöglega og sektuðu eigendur. Sektin nemur fimm þúsund krónum fyrir þá sem lögðu bílum sínum ólöglega.

Knattspyrnumót var á knattspyrnuvelli Þróttar og þá var afmælishátíð Stöðvar 2 í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Einn ökumaðurinn sem fékk sekt fyrir að leggja ólöglega segir að enginn stæði hafi verið í Laugardalnum í dag. „Maður spyr sig , gerir borgin virkilega út stöðumælaverði sína á laugardegi til að sekta alla sem leggja ólöglega? Þetta þykir mér vera lágkúra af verstu gerð, að sekta eins marga og hægt er á fjölskylduhátíð þar sem foreldrar eru að reyna hafa ofan af fyrir börnum sínum," segir ökumaðurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×