Áttu engan annan kost en neyðarlögin 3. maí 2011 06:00 Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, kynnti svar Íslands til ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Fréttablaðið/Valli Íslensk stjórnvöld höfðu ekki annan kost til að verja innstæðueigendur í bankahruninu en að setja neyðarlögin. Með því var ekki brotið gegn tilskipun Evrópska efnahagssvæðisins (EFTA) um að innleiða og framfylgja tilskipun um innstæðutryggingar, að því er segir í formlegu svari stjórnvalda til ESA, eftirlitsstofnunar EFTA. Með þessu bregðast stjórnvöld við áminningarbréfi sem ESA sendi í maí á síðasta ári. Íslensk stjórnvöld krefjast þess að málið verði látið niður falla hjá stofnuninni. Í áminningarbréfi ESA kemur fram að það sé skylda íslenskra stjórnvalda að ábyrgjast innstæður breskra og hollenskra eigenda innstæðna á Icesave-reikningum Landsbankans að því ríflega 20 þúsund evra marki sem reglur um innstæðutryggingar kveða á um. ESA mun fara yfir rök íslenskra stjórnvalda og annaðhvort láta málið niður falla eða gefa út rökstutt álit um brot Íslands. Verði síðari leiðin ofan á þurfa stjórnvöld að svara fyrir afgreiðslu sína á málinu. Fallist ESA ekki á þau rök verður höfðað mál gegn íslenskum stjórnvöldum fyrir EFTA-dómstólnum. Í svari íslenskra stjórnvalda, sem sendiherra Íslands í Brussel afhenti í gær, segir að innleiðing innstæðutilskipunarinnar hafi átt sér stað með eðlilegum hætti. Því er mótmælt að tilskipunin feli í sér ríkisábyrgð á innstæðum, aðeins sé hægt að krefjast greiðslu þeirra fjármuna sem fyrir séu í Tryggingarsjóði innstæðueigenda og fjármagnseigenda. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, sagði á fundi með fjölmiðlafólki að íslensk stjórnvöld hefðu tryggt eftir því sem hægt hafi verið að innstæðueigendur fengju eign sína greidda. Það hefðu þau gert með setningu neyðarlaganna svokölluðu, þar sem innstæður hefðu verið gerðar að forgangskröfum í þrotabú föllnu bankanna. Hann benti jafnframt á að nú væru allar líkur á því að innstæðueigendur fengju kröfur sínar greiddar úr þrotabúi Landsbankans. Ekkert innstæðukerfi getur staðið af sér algert bankahrun, sagði Árni. Því verði ekki talið að Ísland hafi með nokkrum hætti vanrækt skyldur sínar þó að greiðslur til innstæðueigenda tefjist. Árni sagði víðtækt samráð hafa verið við vinnslu svars íslenskra stjórnvalda til ESA. Hann sagði sérstaklega ánægjulegt að þeir sem barist höfðu hvað harðast fyrir því að Íslendingar höfnuðu Icesave-samningunum í þjóðaratkvæðagreiðslu hefðu hjálpað til við að finna rök og gögn sem komið hefðu að gagni. Meðal þeirra voru Jóhannes Karl Sveinsson, Peter Dyrberg, Dóra Guðmundsdóttir, Eiríkur S. Svavarsson, Reimar Pétursson og Stefán Már Stefánsson. brjann@frettabladid.is Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira
Íslensk stjórnvöld höfðu ekki annan kost til að verja innstæðueigendur í bankahruninu en að setja neyðarlögin. Með því var ekki brotið gegn tilskipun Evrópska efnahagssvæðisins (EFTA) um að innleiða og framfylgja tilskipun um innstæðutryggingar, að því er segir í formlegu svari stjórnvalda til ESA, eftirlitsstofnunar EFTA. Með þessu bregðast stjórnvöld við áminningarbréfi sem ESA sendi í maí á síðasta ári. Íslensk stjórnvöld krefjast þess að málið verði látið niður falla hjá stofnuninni. Í áminningarbréfi ESA kemur fram að það sé skylda íslenskra stjórnvalda að ábyrgjast innstæður breskra og hollenskra eigenda innstæðna á Icesave-reikningum Landsbankans að því ríflega 20 þúsund evra marki sem reglur um innstæðutryggingar kveða á um. ESA mun fara yfir rök íslenskra stjórnvalda og annaðhvort láta málið niður falla eða gefa út rökstutt álit um brot Íslands. Verði síðari leiðin ofan á þurfa stjórnvöld að svara fyrir afgreiðslu sína á málinu. Fallist ESA ekki á þau rök verður höfðað mál gegn íslenskum stjórnvöldum fyrir EFTA-dómstólnum. Í svari íslenskra stjórnvalda, sem sendiherra Íslands í Brussel afhenti í gær, segir að innleiðing innstæðutilskipunarinnar hafi átt sér stað með eðlilegum hætti. Því er mótmælt að tilskipunin feli í sér ríkisábyrgð á innstæðum, aðeins sé hægt að krefjast greiðslu þeirra fjármuna sem fyrir séu í Tryggingarsjóði innstæðueigenda og fjármagnseigenda. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, sagði á fundi með fjölmiðlafólki að íslensk stjórnvöld hefðu tryggt eftir því sem hægt hafi verið að innstæðueigendur fengju eign sína greidda. Það hefðu þau gert með setningu neyðarlaganna svokölluðu, þar sem innstæður hefðu verið gerðar að forgangskröfum í þrotabú föllnu bankanna. Hann benti jafnframt á að nú væru allar líkur á því að innstæðueigendur fengju kröfur sínar greiddar úr þrotabúi Landsbankans. Ekkert innstæðukerfi getur staðið af sér algert bankahrun, sagði Árni. Því verði ekki talið að Ísland hafi með nokkrum hætti vanrækt skyldur sínar þó að greiðslur til innstæðueigenda tefjist. Árni sagði víðtækt samráð hafa verið við vinnslu svars íslenskra stjórnvalda til ESA. Hann sagði sérstaklega ánægjulegt að þeir sem barist höfðu hvað harðast fyrir því að Íslendingar höfnuðu Icesave-samningunum í þjóðaratkvæðagreiðslu hefðu hjálpað til við að finna rök og gögn sem komið hefðu að gagni. Meðal þeirra voru Jóhannes Karl Sveinsson, Peter Dyrberg, Dóra Guðmundsdóttir, Eiríkur S. Svavarsson, Reimar Pétursson og Stefán Már Stefánsson. brjann@frettabladid.is
Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira