Höfnin kostar Eyjar hundruð milljóna 30. apríl 2011 06:00 Landeyjahöfn hefur nú verið lokuð í fimmtán vikur, en dýpkun hófst á ný þar í gær. Landeyjahöfn hefur nú verið lokuð síðan 14. janúar, í um fimmtán vikur. Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í fyrradag var lýst yfir þungum áhyggjum af stöðu mála. Í fundargerð segir að lokun hafnarinnar í vetur hafi valdið samfélaginu í Vestmannaeyjum og víðar á Suðurlandi gríðarlegum búsifjum og fjárhagslegt tjón samfélagsins nemi hundruðum milljóna og jafnvel milljörðum. „Öllum má ljóst vera að jafnvel þótt höfnin verði opnuð á næstu dögum þá hefur þar með eingöngu verið sett undir lekann. Verði ekki gripið til ráðstafana mun höfnin lokast á ný næsta haust," segir í fundargerð. Stjórnin krefur samgönguyfirvöld um aðgerðir. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, segir margs konar útreikninga liggja að baki því fjárhagslega tjóni sem samfélagið hefur orðið fyrir sökum lokunar hafnarinnar. „Við létum sérfræðinga til að mynda reikna út hvað þúsund manna íþróttamót muni skila bænum og þar er um að ræða 45 til 50 milljónir," segir Elliði. „Ferðaþjónusta í Eyjum stendur og fellur með þessum samgöngum og þá eigum við allt annað eftir ótalið, til að mynda þann óbeina skaða sem hlýst af þeirri vantrú sem komin er gagnvart Landeyjahöfn." Páll Scheving Ingvarsson, formaður þjóðhátíðarnefndar í Vestmannaeyjum og bæjarfulltrúi Vinstri grænna í bæjarstjórn, segir ástandið óásættanlegt. „Þessi vetur hefur verið afturför í samgöngum til Vestmannaeyja," segir Páll. „Þær aðgerðir sem farið hefur verið af stað með hafa hreinlega brugðist." Páll segir að þegar aðgerðin hafi fyrst verið kynnt af hálfu Siglingastofnunar áttu frávikin að vera á milli 3 til 7 prósent, líkt og verið hefur í Þorlákshöfn. „Spurningin er hvort hönnunin á mannvirkinu sé einfaldlega rétt. Hún var harðlega gagnrýnd upphaflega en Siglingastofnun sló á þá gagnrýni. En nú er þetta staðreynd og þetta er niðurstaðan," segir hann. Samkvæmt upplýsingum frá Siglingastofnun er kostnaður við dýpkunarframkvæmdir við Landeyjahöfn að nálgast 300 milljónir. Heildarkostnaður við framkvæmdirnar er kominn upp í 3,9 milljarða, en upphafleg kostnaðaráætlun gerði ráð fyrir um 4,7 milljörðum króna. Það mun liggja fyrir á mánudag hvenær Landeyjahöfn opnar að nýju. sunna@frettabladid.isPáll scheving Ingvarsson Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira
Landeyjahöfn hefur nú verið lokuð síðan 14. janúar, í um fimmtán vikur. Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í fyrradag var lýst yfir þungum áhyggjum af stöðu mála. Í fundargerð segir að lokun hafnarinnar í vetur hafi valdið samfélaginu í Vestmannaeyjum og víðar á Suðurlandi gríðarlegum búsifjum og fjárhagslegt tjón samfélagsins nemi hundruðum milljóna og jafnvel milljörðum. „Öllum má ljóst vera að jafnvel þótt höfnin verði opnuð á næstu dögum þá hefur þar með eingöngu verið sett undir lekann. Verði ekki gripið til ráðstafana mun höfnin lokast á ný næsta haust," segir í fundargerð. Stjórnin krefur samgönguyfirvöld um aðgerðir. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, segir margs konar útreikninga liggja að baki því fjárhagslega tjóni sem samfélagið hefur orðið fyrir sökum lokunar hafnarinnar. „Við létum sérfræðinga til að mynda reikna út hvað þúsund manna íþróttamót muni skila bænum og þar er um að ræða 45 til 50 milljónir," segir Elliði. „Ferðaþjónusta í Eyjum stendur og fellur með þessum samgöngum og þá eigum við allt annað eftir ótalið, til að mynda þann óbeina skaða sem hlýst af þeirri vantrú sem komin er gagnvart Landeyjahöfn." Páll Scheving Ingvarsson, formaður þjóðhátíðarnefndar í Vestmannaeyjum og bæjarfulltrúi Vinstri grænna í bæjarstjórn, segir ástandið óásættanlegt. „Þessi vetur hefur verið afturför í samgöngum til Vestmannaeyja," segir Páll. „Þær aðgerðir sem farið hefur verið af stað með hafa hreinlega brugðist." Páll segir að þegar aðgerðin hafi fyrst verið kynnt af hálfu Siglingastofnunar áttu frávikin að vera á milli 3 til 7 prósent, líkt og verið hefur í Þorlákshöfn. „Spurningin er hvort hönnunin á mannvirkinu sé einfaldlega rétt. Hún var harðlega gagnrýnd upphaflega en Siglingastofnun sló á þá gagnrýni. En nú er þetta staðreynd og þetta er niðurstaðan," segir hann. Samkvæmt upplýsingum frá Siglingastofnun er kostnaður við dýpkunarframkvæmdir við Landeyjahöfn að nálgast 300 milljónir. Heildarkostnaður við framkvæmdirnar er kominn upp í 3,9 milljarða, en upphafleg kostnaðaráætlun gerði ráð fyrir um 4,7 milljörðum króna. Það mun liggja fyrir á mánudag hvenær Landeyjahöfn opnar að nýju. sunna@frettabladid.isPáll scheving Ingvarsson
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira