Jóhanna: Furðuleg afstaða Samtaka atvinnulífsins 16. apríl 2011 07:15 Langtímasamningur SA og ASÍ er ekki lengur til umræðu. Unnið var að skammtímasamningi í gærkvöld. Forsætisráðherra sakar LÍÚ um óbilgirni. Framkvæmdastjóri SA segir stjórnvöld hafa ráðist á sjávarútveginn. Óvissa ríkti enn í kjaraviðræðum Alþýðusambandsins (ASÍ) og Samtaka atvinnulífisins (SA) í gærkvöld. Kjarasamningur til þriggja ára var sleginn út af borðinu síðdegis í gær og ekki hafði náðst samkomulag um gerð samninga til styttri tíma. Fundur stóð þó enn yfir þegar Fréttablaðið fór í prentun. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði í gærkvöld að viðræður hefðu strandað á sjávarútvegsmálum. Sátt hefði getað náðst um öll önnur atriði. „Það er furðulegt að LÍÚ skuli stilla upp þessu stóra ágreiningsmáli til áratuga sem fyrirstöðu við kjarasamninga og koma þannig í veg fyrir þær miklu kjarabætur sem fólust í langtímasamningum.“ Jóhanna segir mikil vonbrigði að samningar til þriggja ára hafi mistekist en ríkisstjórnin hafi lagt sig alla fram til að tryggja frið og stöðugleika á vinnumarkaðnum. „Málið strandaði á óbilgirni LÍÚ vegna fiskveiðistjórnunarkerfisins. Það stóð ekkert annað út af,“ segir Jóhanna. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, sagði í gærkvöld að niðurstaðan væri vonbrigði. Hann sagði þungt yfir mönnum við samningaborðið. Sjaldan hefði sést önnur eins árás á sjávarútveginn eins og í upphafsorðum sáttaplaggs ríkisstjórnarinnar sem lagt var fyrir samningamenn í gær. „Það varð ljóst að málin þróuðust fljótt yfir í umræður um samkomulag til skamms tíma,“ sagði Vilhjálmur. „Við komumst ekkert úr sporunum með sjávarútvegsmálin, samgönguframkvæmdir eða orkumál.“ SA sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöld þar sem harmað er að ríkisstjórnin skuli ekki hafa komið til móts við atvinnurekendur í málefnum sjávarútvegs.- sv Ríkisstjórnin mun leggja fram frumvarp um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða fljótlega í næsta mánuði. Frumvarpið felur í sér að úthlutun á aflaheimildum verði breytt í nýtingarheimildir samkvæmt samningum til afmarkaðs tíma. - sv Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Sjá meira
Óvissa ríkti enn í kjaraviðræðum Alþýðusambandsins (ASÍ) og Samtaka atvinnulífisins (SA) í gærkvöld. Kjarasamningur til þriggja ára var sleginn út af borðinu síðdegis í gær og ekki hafði náðst samkomulag um gerð samninga til styttri tíma. Fundur stóð þó enn yfir þegar Fréttablaðið fór í prentun. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði í gærkvöld að viðræður hefðu strandað á sjávarútvegsmálum. Sátt hefði getað náðst um öll önnur atriði. „Það er furðulegt að LÍÚ skuli stilla upp þessu stóra ágreiningsmáli til áratuga sem fyrirstöðu við kjarasamninga og koma þannig í veg fyrir þær miklu kjarabætur sem fólust í langtímasamningum.“ Jóhanna segir mikil vonbrigði að samningar til þriggja ára hafi mistekist en ríkisstjórnin hafi lagt sig alla fram til að tryggja frið og stöðugleika á vinnumarkaðnum. „Málið strandaði á óbilgirni LÍÚ vegna fiskveiðistjórnunarkerfisins. Það stóð ekkert annað út af,“ segir Jóhanna. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, sagði í gærkvöld að niðurstaðan væri vonbrigði. Hann sagði þungt yfir mönnum við samningaborðið. Sjaldan hefði sést önnur eins árás á sjávarútveginn eins og í upphafsorðum sáttaplaggs ríkisstjórnarinnar sem lagt var fyrir samningamenn í gær. „Það varð ljóst að málin þróuðust fljótt yfir í umræður um samkomulag til skamms tíma,“ sagði Vilhjálmur. „Við komumst ekkert úr sporunum með sjávarútvegsmálin, samgönguframkvæmdir eða orkumál.“ SA sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöld þar sem harmað er að ríkisstjórnin skuli ekki hafa komið til móts við atvinnurekendur í málefnum sjávarútvegs.- sv Ríkisstjórnin mun leggja fram frumvarp um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða fljótlega í næsta mánuði. Frumvarpið felur í sér að úthlutun á aflaheimildum verði breytt í nýtingarheimildir samkvæmt samningum til afmarkaðs tíma. - sv
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Sjá meira