Erlent

Vill sjá stækkun EES til suðurs

Stefan Füle vill að byltingarríkin eignist öflugan bandamann í Evrópusambandinu. 
nordicphotos/afp
Stefan Füle vill að byltingarríkin eignist öflugan bandamann í Evrópusambandinu. nordicphotos/afp
Evrópusambandið ætti að bjóða nágrönnum sínum í suðri að vera hluti af markaðssvæði þess og verða aðili að Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Þetta sagði stækkunarstjóri ESB, Stefan Füle, í viðtali á dögunum.

Füle segir að Evrópusambandið verði að vera metnaðarfullt og skapandi nú þegar byltingar eigi sér stað í arabaheiminum. Þetta eigi ekki síst við til þess að forða löndunum frá því að „verða stolið“ af öfgamönnum.

Spurður um samanburð milli byltinganna í Austur-Evrópu árið 1989 og byltingarnar nú sagði hann grundvallarmuninn liggja í því að Austur-Evrópuríkjum hefði verið boðið að ganga í Evrópusambandið og NATO.

Af þessum sökum undirbýr ESB nú endurskoðun á stefnu sinni gagnvart nágrönnunum í suðri, segir hann. Sambandið beri gríðarlega ábyrgð þótt það sé fyrst og fremst fólksins í Túnis, Egyptalandi og öðrum löndum að móta breytingar. Þjóðirnar þurfi þó að vita að þegar þær takist á við umbætur eigi þær sterkan bandamann í Evrópusambandinu. - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×