Erlent

LOL komið í Oxford English

Mynd/AFP
Skammstöfunin LOL, sem þýðir á ensku „laughing out loud“, eða „að hlæja upphátt,“ er nýjasta viðbótin í ensku orðabók Oxford háskólans.

 

Orðabókin skilgreinir LOL sem eins konar upphrópun, notuð til þess að draga athygli að brandara eða gamansömu atriði í rafrænum samskiptum, en einnig til að tjá gleði eða skemmtun. LOL, sem er mest notað í samskiptum manna á netinu, virkar bæði sem heildstætt orð og þegar stafirnir eru bornir fram hver og einn.- sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×