Átök í Líbíu harðna enn 10. mars 2011 05:00 Uppreisnarmaður stendur við loftvarnarbyssu á bílpalli meðan sprengjur falla í næsta nágrenni.fréttablaðið/AP Liðsmenn Múammars Gaddafís vörpuðu í gær sprengjum á olíuleiðslu og olíugeymslu í austurhluta landsins. Miklar sprengingar urðu og þykkur reykur steig upp af eldinum á þremur stöðum. Hart var barist í landinu, meðal annars um borgina Zawiya í vesturhlutanum, skammt frá höfuðborginni Trípolí. Stjórnarherinn gerði harðar árásir á Zawiya og virtist hafa náð borginni úr höndum uppreisnarmanna, sem þó gerðu sig líklega til að ná henni aftur á sitt vald. Bretar og Frakkar hafa kannað möguleika á að banna flug yfir Líbíu til að hindra loftárásir á uppreisnarmenn og almenning, en engin samstaða hefur verið um það meðal aðildarríkja öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, ekki frekar en þegar Bandaríkjamenn og Bretar hófu innrás í Írak árið 2003. Rússar hafa lýst yfir andstöðu við allar alþjóðlegar hernaðaraðgerðir í Líbíu, þar á meðal flugbann. Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur tekið fram að Bandríkin telji sér ekki fært að fara ein í slíkar aðgerðir, ekki heldur með tilstyrk Evrópuríkja, heldur verði að vera um það samstaða meðal Sameinuðu þjóðanna. Sjálfur sagði Gaddafí í gær, í viðtali við tyrkneska sjónvarpsstöð, að það myndi koma sér vel ef Vesturlönd myndu reyna að framfylgja flugbanni yfir Líbíu. „Slíkt ástand væri gagnlegt,“ sagði hann. „Þá myndu íbúar Líbíu átta sig á því að raunverulegt markmið þeirra væri að ná völdum í Líbíu, svipta þá frelsinu og olíunni, og þá myndi öll líbíska þjóðin grípa til vopna og berjast.“ Gaddafí hefur sagt að útlendingar standi á bak við uppreisnina í Líbíu. Hann hefur einnig kennt Al Kaída um uppreisnina og sagt að falli Líbía muni hryðjuverkaleiðtoginn Osama bin Laden ná allri Norður-Afríku á sitt vald. Átökin í Líbíu hafa orðið til þess að olíuframleiðsla landsins hefur dregist verulega saman og olíuverð á heimsmarkaði hækkað töluvert. Undanfarna viku hafa uppreisnarmenn og stjórnarliðar barist í næsta nágrenni þriggja olíuhafna í austurhluta landsins: Brega, Ras Lanuf og Sidr. Þegar allt var með kyrrum kjörum voru um 715 þúsund tunnur af hráolíu fluttar út daglega frá þessum þremur höfnum, eða um það bil 45 prósent af allri olíuframleiðslu landsins. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Fleiri fréttir Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Sjá meira
Liðsmenn Múammars Gaddafís vörpuðu í gær sprengjum á olíuleiðslu og olíugeymslu í austurhluta landsins. Miklar sprengingar urðu og þykkur reykur steig upp af eldinum á þremur stöðum. Hart var barist í landinu, meðal annars um borgina Zawiya í vesturhlutanum, skammt frá höfuðborginni Trípolí. Stjórnarherinn gerði harðar árásir á Zawiya og virtist hafa náð borginni úr höndum uppreisnarmanna, sem þó gerðu sig líklega til að ná henni aftur á sitt vald. Bretar og Frakkar hafa kannað möguleika á að banna flug yfir Líbíu til að hindra loftárásir á uppreisnarmenn og almenning, en engin samstaða hefur verið um það meðal aðildarríkja öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, ekki frekar en þegar Bandaríkjamenn og Bretar hófu innrás í Írak árið 2003. Rússar hafa lýst yfir andstöðu við allar alþjóðlegar hernaðaraðgerðir í Líbíu, þar á meðal flugbann. Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur tekið fram að Bandríkin telji sér ekki fært að fara ein í slíkar aðgerðir, ekki heldur með tilstyrk Evrópuríkja, heldur verði að vera um það samstaða meðal Sameinuðu þjóðanna. Sjálfur sagði Gaddafí í gær, í viðtali við tyrkneska sjónvarpsstöð, að það myndi koma sér vel ef Vesturlönd myndu reyna að framfylgja flugbanni yfir Líbíu. „Slíkt ástand væri gagnlegt,“ sagði hann. „Þá myndu íbúar Líbíu átta sig á því að raunverulegt markmið þeirra væri að ná völdum í Líbíu, svipta þá frelsinu og olíunni, og þá myndi öll líbíska þjóðin grípa til vopna og berjast.“ Gaddafí hefur sagt að útlendingar standi á bak við uppreisnina í Líbíu. Hann hefur einnig kennt Al Kaída um uppreisnina og sagt að falli Líbía muni hryðjuverkaleiðtoginn Osama bin Laden ná allri Norður-Afríku á sitt vald. Átökin í Líbíu hafa orðið til þess að olíuframleiðsla landsins hefur dregist verulega saman og olíuverð á heimsmarkaði hækkað töluvert. Undanfarna viku hafa uppreisnarmenn og stjórnarliðar barist í næsta nágrenni þriggja olíuhafna í austurhluta landsins: Brega, Ras Lanuf og Sidr. Þegar allt var með kyrrum kjörum voru um 715 þúsund tunnur af hráolíu fluttar út daglega frá þessum þremur höfnum, eða um það bil 45 prósent af allri olíuframleiðslu landsins. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Fleiri fréttir Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Sjá meira