Bandaríkjamenn útiloka ekki afskipti 8. mars 2011 08:00 Sprengjuárás skammt frá Ras Lanuf Uppreisnarmenn hlaupa í skjól þegar sprengjurnar springa. nordicphotos/AFP Bandaríkjastjórn og Atlantshafsbandalagið eru að skoða möguleika þess að grípa með hervaldi inn í atburðarásina í Líbíu, þar sem Múammar Gaddafí situr sem fastast en uppreisnarsveitir hafa náð stórum hluta landsins á sitt vald. Jay Carney, talsmaður Hvíta hússins, sagði að meðal þess sem til greina kemur, sé að samþykkja flugbann yfir Líbíu. Bretar og Frakkar eru þegar byrjaðir að semja ályktun um flugbann, sem leggja á fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Hann sagði þó að ekki væri efst á listanum að senda bandarískan landher inn í Líbíu. Rússar ítrekuðu í gær andstöðu sína við allar alþjóðlegar hernaðaraðgerðir í Líbíu, þar á meðal flugbann. Bent hefur verið á að flugbann verði ekki framkvæmanlegt nema með því að eyðileggja fyrst loftvarnakerfi Líbíuhers, svo hægt verði að fljúga erlendum herþotum yfir landið til að framfylgja flugbanninu. NATO hefur þegar ákveðið að efla eftirlitsflug yfir Líbíu, þannig að því verði hér eftir haldið úti allan sólarhringinn. Þá er NATO að kanna möguleika til að aðstoða við hjálparstörf. Liðsmenn Gaddafís hafa undanfarna daga gert loftárásir á uppreisnarmenn nálægt borgum, sem barist er um. Bardagar hafa geisað, meðal annars í höfuðborginni Trípolí. Í gær voru gerðar loftárásir á uppreisnarmenn skammt frá Ras Lanuf, olíuhöfn við Miðjarðarhafið sem uppreisnarmenn hafa haft á valdi sínu. Vegna loftárásanna hefur hægt á tilraunum uppreisnarmanna til að ráðast inn í höfuðborgina Trípolí, þar sem Gaddafí og liðsmenn hans hafa höfuðstöðvar. Uppreisnarmenn segjast bíða eftir því að flugbann verði samþykkt en segjast ekki vilja innrás erlends landhers. Þeir segjast geta barist við hersveitir Gaddafís, jafnvel þótt þær séu vopnaðar skriðdrekum og flugskeytum, en árásir flughersins ráða þeir ekkert við. Margt bendir til þess að langvinn borgarstyrjöld sé hafin í Líbíu, sem gæti staðið vikum eða jafnvel mánuðum saman. Gaddafí er sagður ráða yfir mjög öflugum flugher, en hefur þó ekki beitt honum af fullum krafti til þessa. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Sjá meira
Bandaríkjastjórn og Atlantshafsbandalagið eru að skoða möguleika þess að grípa með hervaldi inn í atburðarásina í Líbíu, þar sem Múammar Gaddafí situr sem fastast en uppreisnarsveitir hafa náð stórum hluta landsins á sitt vald. Jay Carney, talsmaður Hvíta hússins, sagði að meðal þess sem til greina kemur, sé að samþykkja flugbann yfir Líbíu. Bretar og Frakkar eru þegar byrjaðir að semja ályktun um flugbann, sem leggja á fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Hann sagði þó að ekki væri efst á listanum að senda bandarískan landher inn í Líbíu. Rússar ítrekuðu í gær andstöðu sína við allar alþjóðlegar hernaðaraðgerðir í Líbíu, þar á meðal flugbann. Bent hefur verið á að flugbann verði ekki framkvæmanlegt nema með því að eyðileggja fyrst loftvarnakerfi Líbíuhers, svo hægt verði að fljúga erlendum herþotum yfir landið til að framfylgja flugbanninu. NATO hefur þegar ákveðið að efla eftirlitsflug yfir Líbíu, þannig að því verði hér eftir haldið úti allan sólarhringinn. Þá er NATO að kanna möguleika til að aðstoða við hjálparstörf. Liðsmenn Gaddafís hafa undanfarna daga gert loftárásir á uppreisnarmenn nálægt borgum, sem barist er um. Bardagar hafa geisað, meðal annars í höfuðborginni Trípolí. Í gær voru gerðar loftárásir á uppreisnarmenn skammt frá Ras Lanuf, olíuhöfn við Miðjarðarhafið sem uppreisnarmenn hafa haft á valdi sínu. Vegna loftárásanna hefur hægt á tilraunum uppreisnarmanna til að ráðast inn í höfuðborgina Trípolí, þar sem Gaddafí og liðsmenn hans hafa höfuðstöðvar. Uppreisnarmenn segjast bíða eftir því að flugbann verði samþykkt en segjast ekki vilja innrás erlends landhers. Þeir segjast geta barist við hersveitir Gaddafís, jafnvel þótt þær séu vopnaðar skriðdrekum og flugskeytum, en árásir flughersins ráða þeir ekkert við. Margt bendir til þess að langvinn borgarstyrjöld sé hafin í Líbíu, sem gæti staðið vikum eða jafnvel mánuðum saman. Gaddafí er sagður ráða yfir mjög öflugum flugher, en hefur þó ekki beitt honum af fullum krafti til þessa. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Sjá meira