Sagði af sér vegna tengsla við Gaddafí 5. mars 2011 03:30 Saif al-Islam Gaddafí þótti umbótasinnaður og umgekkst fína fólkið í Bretlandi. nordicphotos/AFP Howard Davies Howard Davies sagði af sér í gær sem rektor London School of Economics, eins virtasta háskóla Bretlands, vegna tengsla sinna við Gaddafí og son hans, Saíf al-Islam Gaddafí, þann sama son og nú birtist reglulega í fjölmiðlum sem helsti talsmaður Líbíustjórnar út á við. Saíf er fyrrverandi nemandi skólans, fékk þar doktorsgráðu í heimspeki árið 2008. Doktorsritgerðin hefur síðan verið sögð innihalda bæði stolna kafla og svo einhverja kafla, sem Saíf á að hafa fengið einhvern annan til að skrifa fyrir sig. Þegar svo í ljós kom að Davies hafði fyrir hönd skólans tekið við styrk frá Líbíu, úr sjóði sem Saíf stjórnar, upp á 1,5 milljónir punda, fór að hitna undir honum á rektorsstólnum. Davies segist nú sjá eftir því að hafa tekið við þessu fé og stjórn skólans hefur ákveðið að tengslin við Líbíu verði nú rannsökuð. Staða breskra háskóla hefur hins vegar lengi verið sú að þeim hefur beinlínis verið ætlað að leita sér fjármagns til rekstrar hjá auðkýfingum. „Vorkennum fátæka háskólanum,“ segir pistlahöfundurinn Simon Jenkins í Guardian. „Í 25 ár hefur London School of Economics verið sagt að finna sér auðæfi til að sænga hjá, en komst að því að stundum er fnykur af auðæfunum.“ Jenkins segir að LSE sé ekkert einsdæmi hvað þetta varðar, þótt þar hafi ef til vill verið einna lengst gengið. Saíf naut reyndar töluverðrar virðingar meðal málsmetandi fólks í Bretlandi þar til nú fyrir skemmstu. Hann gaf sig út fyrir að vilja koma á umbótum í Líbíu og styrkurinn átti að nýtast nemendum frá Norður-Afríku, einkum þó upprennandi leiðtogum á borð við Saíf. Gaddafí og synir hans hafa á síðustu árum lagt töluvert upp úr því að aðlagast vestrænum viðskiptavenjum. Meðal annars fengu þeir fyrir nokkrum árum MichaelPorter, virtan sérfræðing í samkeppnismálum við Harvard-háskóla, til þess að koma á pólitískum umbótum. Þetta er sá sami Michael Porter sem er heiðursdoktor við Háskóla Íslands og kom hingað til lands nú í haust til að kynna hugmyndir sínar um jarðvarmaklasa. Porter segir reyndar að hann hafi slitið tengslin við Líbíu árið 2007 þegar í ljós kom að ekkert myndi verða þar úr pólitískum umbótum. „Við vorum þarna vegna þess að landið virtist reiðubúið undir umbætur,“ er haft eftir Porter í bandaríska dagblaðinu New York Times. „Og Saíf var aðalumbótamaðurinn.“ gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira
Howard Davies Howard Davies sagði af sér í gær sem rektor London School of Economics, eins virtasta háskóla Bretlands, vegna tengsla sinna við Gaddafí og son hans, Saíf al-Islam Gaddafí, þann sama son og nú birtist reglulega í fjölmiðlum sem helsti talsmaður Líbíustjórnar út á við. Saíf er fyrrverandi nemandi skólans, fékk þar doktorsgráðu í heimspeki árið 2008. Doktorsritgerðin hefur síðan verið sögð innihalda bæði stolna kafla og svo einhverja kafla, sem Saíf á að hafa fengið einhvern annan til að skrifa fyrir sig. Þegar svo í ljós kom að Davies hafði fyrir hönd skólans tekið við styrk frá Líbíu, úr sjóði sem Saíf stjórnar, upp á 1,5 milljónir punda, fór að hitna undir honum á rektorsstólnum. Davies segist nú sjá eftir því að hafa tekið við þessu fé og stjórn skólans hefur ákveðið að tengslin við Líbíu verði nú rannsökuð. Staða breskra háskóla hefur hins vegar lengi verið sú að þeim hefur beinlínis verið ætlað að leita sér fjármagns til rekstrar hjá auðkýfingum. „Vorkennum fátæka háskólanum,“ segir pistlahöfundurinn Simon Jenkins í Guardian. „Í 25 ár hefur London School of Economics verið sagt að finna sér auðæfi til að sænga hjá, en komst að því að stundum er fnykur af auðæfunum.“ Jenkins segir að LSE sé ekkert einsdæmi hvað þetta varðar, þótt þar hafi ef til vill verið einna lengst gengið. Saíf naut reyndar töluverðrar virðingar meðal málsmetandi fólks í Bretlandi þar til nú fyrir skemmstu. Hann gaf sig út fyrir að vilja koma á umbótum í Líbíu og styrkurinn átti að nýtast nemendum frá Norður-Afríku, einkum þó upprennandi leiðtogum á borð við Saíf. Gaddafí og synir hans hafa á síðustu árum lagt töluvert upp úr því að aðlagast vestrænum viðskiptavenjum. Meðal annars fengu þeir fyrir nokkrum árum MichaelPorter, virtan sérfræðing í samkeppnismálum við Harvard-háskóla, til þess að koma á pólitískum umbótum. Þetta er sá sami Michael Porter sem er heiðursdoktor við Háskóla Íslands og kom hingað til lands nú í haust til að kynna hugmyndir sínar um jarðvarmaklasa. Porter segir reyndar að hann hafi slitið tengslin við Líbíu árið 2007 þegar í ljós kom að ekkert myndi verða þar úr pólitískum umbótum. „Við vorum þarna vegna þess að landið virtist reiðubúið undir umbætur,“ er haft eftir Porter í bandaríska dagblaðinu New York Times. „Og Saíf var aðalumbótamaðurinn.“ gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira