Erlent

Skipstjórinn á Nýja Sjálandi handtekinn og ákærður

Skipstjóri flutningaskipsins sem strandaði við Nýja Sjáland fyrir viku síðan hefur verið handtekinn og ákærður fyrir vítavert gáleysi við stjórn skipsins.

Mikið af olíu hefur lekið úr skipinu frá því að það strandaði en erfitt hefur verið að dæla olíu úr því sökum óveðurs. John Key forsætisráðherra Nýja Sjálands sagði í nótt að mikil hætta væri á að skipið liðaðist í sundur á strandstaðnum vegna ágangs sjávar í óveðrinu og eru gámar þegar farnir að falla af því.

Um borð eru meðal annars 11 gámar með hættulegum efnum , þar á meðal ferrosilicon, en það brennur ef það kemst í snertingu við vatn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×