Erlent

Leita að konu í höfninni í Kaupmannahöfn

Umfangsmikil leit að konu í höfninni í Kaupmannahöfn hefst í birtingu en talið er að konan hafi stokkið í höfnina, nálægt Fisketorvet, seint í gærkvöldi.

Kafarar frá lögreglunni leituðu að konunni í eina þrjá tíma í nótt en án árangurs. Í dag fær lögreglan liðstyrk frá köfurum slökkviliðs borgarinnar við leitina að konunni. Auk þess er búið að kalla út þyrlu til leitarinnar.

Þar sem talið er að konan hafi stokkið í höfnina fannst teppi og par af skóm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×