Erlent

NASA leitar til einkageirans

Alþjóðlega Geimstöðin ljósmynduð yfir Kaspíahafi.
Alþjóðlega Geimstöðin ljósmynduð yfir Kaspíahafi. mynd/AFP
Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, leitar nú leiða til að ferja geimfara sína til Alþjóðlegu Geimstöðvarinnar.

Eftir að NASA hætti að nota geimferjur sínar fyrr á árinu hefur stofnunin þurft að notast við Rússneskar ferjur til að koma geimförum á sporbraut um jörðina. Kostnaðurinn sem fylgir samstarfinu við Rússland er gríðarlegur en það kostar 50 milljónir dollara að koma einum geimfara á loft.

NASA hefur því ákveðið að styrkja fjögur einkarekin fyrirtæki í Bandaríkjunum sem eru að þróa geimferjur. Þetta eru fyrirtækin Sierra Nevada, Boeing, Space Exploration Technologies og Blue Origin, sem er í eigu Jeff Bezos, stofnanda Amazon vefverslunarinnar.

Sierra Nevada er komið lengst á leið í þróun sinni á geimferjum og er vonast til að tilraunaflug geti hafist næsta sumar.

Í framtíðinni vonast NASA til að einkafyrirtæki eins og Sierra Nevada muni sjá alfarið um flutning geimfara út í himingeiminn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×