Erlent

Hryðjuverkamaður játar

Abdulmutallab játaði að hafa reynt að sprengja upp vél Delta flugfélagsins árið 2009.
Abdulmutallab játaði að hafa reynt að sprengja upp vél Delta flugfélagsins árið 2009. mynd/AFP
Nígeríumaðurinn Umar Farouk Abdulmutallab játaði í dag að hafa reynt að sprengja upp flugvél á leið til Bandaríkjanna. Atvikið átti sér stað á Jóladag árið 2009. Abdulmutallab hafði komið fyrir sprengju í nærbuxum sínum og ætlaði hann að granda flugvélinni áður en hún lenti í Boston.

Hryðjuverkasamtökin Al-Qaeda lýstu yfir ábyrgð á tilræðinu en Abdulmutallab viðurkenndi fyrir dómstólum í Bandaríkjunum að hann hefði fengið þjálfun hjá samtökunum.

Dómur verður kveðinn í máli Abdulmutallab í janúar á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×