Erlent

Rúgbrauðsneysla heftir útbreiðslu krabbameins í blöðruhálskirtli

Mikil neysla á rúgbrauði samfara líkamsrækt virðist hefta útbreiðslu krabbameins í blöðruhálskirtli hjá karlmönnum.

Þetta er niðurstaða rannsóknar á vegum háskólasjúkrahússins í Árósum. Rannsókn þessi hefur staðið yfir undanfarið hálft ár.

Michael Borre prófessor við sjúkrahúsið segir að óvenjuhátt hlutfall þeirra 16 sjúklinga sem tóku þátt í rannsókninni hafi sýnt að krabbameinið breiddist ekki út meðan þeir átu rúgbrauð og stunduðu líkamsrækt. Hjá aðeins tveimur af þessum sjúklingum hélt krabbameinið áfram að vaxa.

Ætlunin er að prófa þessa meðferð á sjúklingum á öllum Norðurlöndunum í framhaldinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×