"Herraklippingar" aldrei vinsælli Erla Hlynsdóttir skrifar 17. nóvember 2011 19:08 Aldrei hafa fleiri karlmenn farið í ófrjósemisaðgerð og á síðasta ári, þegar einn karlmaður að meðaltali fór í aðgerð á hverjum einasta degi. Borgarstjóri vakti máls á ófrjósemisaðgerðum í ræðu sinni um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar á þriðjudag, og hvatti karla til að taka þar aukna ábyrgð. Talsverð aukning hefur orðið á ófrjósemisaðgerðum hjá körlum á síðustu árum og hafa aldrei fleiri karlmenn farið í svonefnda herraklippingu en á síðasta ári, þegar þeir voru ríflega fjögurhundruð. Á sama tíma fóru aðeins um hundraðogsextíu konur í ófrjósemisaðgerð. Undanfarinn áratug hefur orðið algjör viðsnúningur hjá kynjunum þegar kemur að ófrjósemisaðgerðum. Konur voru alltaf í miklum meirihluta en nú hafa karlmenn tekið yfir, enda aðgerðin mun einfaldari hjá þeim. „Það eru náttúrulega að koma fleiri karlmenn og þeir kannski frétta það hjá hverjum öðrum að þetta sé tiltölulega einfalt mál," segir Guðmundur Geirsson þvagfæraskurðlæknir. Og karlmenn þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að aðgerðin bitni á kynlífnu. „Nei, það hefur engar aukaverkanir hvað varðar kynlíf," segir Guðmundur og bætir við að sáðlát verði áfram eins eftir aðgerð, nema að sáðfrumurnar vantar. Algengast er að fólk í aldurshópnum þrjátíuogfimm til fjörutíuogfjögurra ára fari í ófrjósemisaðgerðir og „herraklippingin" er mun einfaldari en margan kann að gruna. Í flestum tilfellum þarf aðeins að staðdeyfa karlmenn áður en þeir fara í ófrjósemisaðgerð, þó sumir séu svæfðir. Aðgerðin fer þannig fram að gat eða lítill skurður er gerður á ofanverðan punginn. Þá eru sáðrásirnar teknar út, þær eru klipptar og svo bundið eða jafnvel brennt fyrir. Aðgerðin tekur um fimmtán til tuttugu mínútur og eru menn vinnufærir strax næsta dag. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá myndir af ófrjósemisaðgerð á karlmanni. Við vörum viðkvæma við þessum myndum. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum Sjá meira
Aldrei hafa fleiri karlmenn farið í ófrjósemisaðgerð og á síðasta ári, þegar einn karlmaður að meðaltali fór í aðgerð á hverjum einasta degi. Borgarstjóri vakti máls á ófrjósemisaðgerðum í ræðu sinni um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar á þriðjudag, og hvatti karla til að taka þar aukna ábyrgð. Talsverð aukning hefur orðið á ófrjósemisaðgerðum hjá körlum á síðustu árum og hafa aldrei fleiri karlmenn farið í svonefnda herraklippingu en á síðasta ári, þegar þeir voru ríflega fjögurhundruð. Á sama tíma fóru aðeins um hundraðogsextíu konur í ófrjósemisaðgerð. Undanfarinn áratug hefur orðið algjör viðsnúningur hjá kynjunum þegar kemur að ófrjósemisaðgerðum. Konur voru alltaf í miklum meirihluta en nú hafa karlmenn tekið yfir, enda aðgerðin mun einfaldari hjá þeim. „Það eru náttúrulega að koma fleiri karlmenn og þeir kannski frétta það hjá hverjum öðrum að þetta sé tiltölulega einfalt mál," segir Guðmundur Geirsson þvagfæraskurðlæknir. Og karlmenn þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að aðgerðin bitni á kynlífnu. „Nei, það hefur engar aukaverkanir hvað varðar kynlíf," segir Guðmundur og bætir við að sáðlát verði áfram eins eftir aðgerð, nema að sáðfrumurnar vantar. Algengast er að fólk í aldurshópnum þrjátíuogfimm til fjörutíuogfjögurra ára fari í ófrjósemisaðgerðir og „herraklippingin" er mun einfaldari en margan kann að gruna. Í flestum tilfellum þarf aðeins að staðdeyfa karlmenn áður en þeir fara í ófrjósemisaðgerð, þó sumir séu svæfðir. Aðgerðin fer þannig fram að gat eða lítill skurður er gerður á ofanverðan punginn. Þá eru sáðrásirnar teknar út, þær eru klipptar og svo bundið eða jafnvel brennt fyrir. Aðgerðin tekur um fimmtán til tuttugu mínútur og eru menn vinnufærir strax næsta dag. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá myndir af ófrjósemisaðgerð á karlmanni. Við vörum viðkvæma við þessum myndum.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum Sjá meira