Enski boltinn

Ancelotti: Torres mun skora áður en leiktíðin klárast

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, hefur ekki misst trúna á Fernando Torres og segist vera handviss um að hann muni skora áður en leiktíðin klárast í vor.

Torres var keyptur til Chelsea frá Liverpool fyrir 50 milljónir punda í janúar síðastliðnum. Hann hefur síðan þá spilað í samtals 871 mínútu fyrir bæði Chelsea og spænska landsliðið án þess að skora.

„Hann mun skora,“ sagði Ancelotti. „Við erum að vinna með honum á alveg sama hátt og aðra framherja liðsins. Hann æfir sig í því að skora mörk.“

Chelsea er sem stendur í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar, níu stigum á eftir toppliði United en á leik til góða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×