Lífið

Sækir ótal veislur

Vinsæl Sarah Michelle Gellar sækir tvær til þrjár veislur hverja einustu helgi.
nordicphotos/getty
Vinsæl Sarah Michelle Gellar sækir tvær til þrjár veislur hverja einustu helgi. nordicphotos/getty
Leikkonan Sarah Michelle Gellar prýðir forsíðu tímaritsins Self og ræðir um heilsusamlegt líferni sitt. Gellar sló í gegn sem aðalhetja sjónvarpsþáttanna Buffy The Vampire Slayer á tíunda áratugnum og sneri nýverið aftur á sjónvarpsskjáinn í þáttunum Ringer. Gellar er gift leikaranum Freddie Prinze Jr. og saman eiga þau tveggja ára dóttur, Charlotte Grace. „Ég fer í tvær til þrjár veislur hverja einustu helgi. Ég borða ekki kökur í hverri veislu, en ef þær eru heimabakaðar og líta vel út leyfi ég mér að smakka. Ég skil ekki hvernig það getur verið slæmt að borða köku. Það væri slæmt að myrða einhvern. Það væri verulega slæmt. Ekki gera það," spaugaði leikkonan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.