Lífið

Mótmæla vali People Magazine

Hópur manna safnaðist fyrir framan skrifstofur People og krafðist þess að Ryan Gosling hlyti titilinn Kynþokkafyllsti maður ársins.
nordicphotos/getty
Hópur manna safnaðist fyrir framan skrifstofur People og krafðist þess að Ryan Gosling hlyti titilinn Kynþokkafyllsti maður ársins. nordicphotos/getty
Fjöldi fólks safnaðist saman fyrir utan skrifstofur People Magazine í Manhattan á miðvikudag og kröfðust þess að Ryan Gosling yrði útnefndur kynþokkafyllsti maður heims árið 2011.

Um fimmtán manns með Gosling-grímur tóku sér stöðu fyrir utan skrifstofur tímaritsins og kröfðust þess að Gosling hlyti titilinn í stað Bradley Cooper. „Við erum miður okkar. Hægri handleggur Goslings nægir til þess að hann hljóti titilinn. Hafið þið séð magavöðvana á honum," hrópaði einn mótmælandinn að blaðamanni People.

Tímaritið stendur þó við val sitt og sagði ritstjóri blaðsins að Cooper ætti titilinn fyllilega skilið. „Hann er með allan pakkann; myndarlegur, hæfileikaríkur, góður kokkur, talar frönsku og elskar mömmu sína."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.