Lífið

Landslið grínista á Degi rauða nefsins

Páll Óskar Hjálmtýsson flytur frumsamið lag á Degi rauða nefsins og Ilmur Kristjánsdóttir verður kynnir í maraþonútsendingu á Stöð 2.
Páll Óskar Hjálmtýsson flytur frumsamið lag á Degi rauða nefsins og Ilmur Kristjánsdóttir verður kynnir í maraþonútsendingu á Stöð 2.
Baráttumál Unicef verða í brennidepli þegar Dagur rauða nefsins verður haldinn þriðja árið í röð föstudaginn 9. desember.

Líkt og áður mun einvalalið íslenskra skemmtikrafta leggja málefninu lið og koma fram í skemmtidagskrá sem sýnd verður í opinni dagskrá á Stöð 2. Kynnar kvöldsins verða þau Ilmur Kristjánsdóttir og Þorsteinn Guðmundsson, en Páll Óskar Hjálmtýsson verður í stóru hlutverki í ár, því auk þess að hafa heimsótt Síerra Leóne á vegum Unicef fyrir sjónvarpsútsendinguna, mun hann flytja frumsamið lag verkefnisins. Meðal annarra sem staðfestir hafa verið í dagskrána eru Mið-Ísland, Spaugstofan, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, Steindi Jr., Saga Garðarsdóttir og Björn Bragi Arnarsson. Allt efni er samið sérstaklega fyrir tilefnið og Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri Unicef á Íslandi, segir það grín sem þegar er búið að taka upp lofa einstaklega góðu.

Að sögn Stefáns er tilhlökkun farin að myndast hjá skipuleggjendum. „Við erum komin með smá fiðring í magann. Þetta hefur alltaf gengið ótrúlega vel og festir sig betur í sessi með hverju árinu. Við tölum alltaf um þetta sem skemmtun sem skiptir máli, það er mikið líf og fjör en líka alvarlegur og góður undirtónn í þessu. Þetta verður glæsilegt í ár, það er mikið lagt í þetta.“

- bb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.