Erlent

Málaliðar fara um og skjóta íbúa í Trípolí

benghazi Kveikt var í byggingum sem hýstu öryggissveitir borgarinnar Benghazi á dögunum. Blóðug átök áttu sér stað þar. ap
benghazi Kveikt var í byggingum sem hýstu öryggissveitir borgarinnar Benghazi á dögunum. Blóðug átök áttu sér stað þar. ap
Ofbeldið í Trípolí, höfuðborg Líbíu, fer harðnandi samkvæmt fréttum breska blaðsins The Guardian, en þeir greina frá því að öryggisveitir Muammar Gaddafis, einræðisherra Líbíu, og málaliðar, ferðist um borgina á jeppum og skjóti fólk sem er úti við.

Málaliðarnir fara um og skjóta handahófskennt á fólk að sögn íbúa í borginni. Menn Gaddafis ráða yfir helstu vegum borgarinnar en hafa misst stjórn á öllum öðrum svæðum samkvæmt Guardian.

Þá virðist vera bardagahugur í fólki, flestir segja dagaspursmál þangað til Gaddafi hrökklist frá völdum. Almenningur segist ekki geta hætt núna af ótta við blóðuga hefnd einræðisherrans nái hann að berja byltinguna niður.

Gaddafi hefur verið við völd í landinu í yfir 40 ár. Hann sagði í ávarpi í vikunni að hann myndi berjast til síðasta blóðdropa við að halda völdunum í landinu. Svo virðist sem hann ætli sér að standa við þá hótun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×