Erlent

Dularfullur dauði höfrungakálfa rannsakaður

Á þriðja tug höfrungakálfa fundust dauðir í Alabama og Missisippi.
Á þriðja tug höfrungakálfa fundust dauðir í Alabama og Missisippi.
Þá þriðja tug höfrungakálfa syntu upp í fjörurnar í Missippi og Alabama í Bandaríkjunum á dögunum og drápust. Það eru tífalt fleiri kálfar en ganga almennt á land og drepast á þessum slóðum.

Vísindamenn velta fyrir sér hversvegna þeir syntu upp í fjöruna en tengsl við olíulekann í Mexíkóflóa á síðasta ári eru sérstaklega til rannsóknar.

Kenningar eru uppi um að olíulekinn gæti haft áhrif á þá í ljósi þess að lekinn varð á sama tíma og höfrungar báru kálfa í flóanum.

Bandarískir fjölmiðlar eru forvitnir um málið og tengja það við sérkennilega dauða fjölda dýra á síðasta ári. Meðal annars þegar um 200 fuglar fundust dauðir víðsvegar í Texas.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×