Fótbolti

Ruud Gullit kominn til Tjetjeníu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ruud Gullit ætlar að þjálfa í Rússlandi. Mynd/ afp.
Ruud Gullit ætlar að þjálfa í Rússlandi. Mynd/ afp.
Ruud Gullit, fyrrverandi landsliðsmaður Hollendinga í knattspyrnu, er kominn til Tjetjeníu þar sem hann fær hreint frábærar viðtökur. Gullit hefur samþykkt að þjálfa rússneska knattspyrnuliðið Terek Grozny. Hann hefur gert 18 mánaða samning við félagið sem leikur í efstu deild í Rússlandi. Þótt Tjetjenar eigni sér liðið mun hvorki hann né liðið hafa aðsetur í Tjetjeníu heldur á rússneskum sumarleyfisstað.

Þegar Gullit var spurður að því hvað honum finnst um Grosníu, höfuðborg Tjetjeníu, sagðist hann hafa séð verri staði. „Finnst mér þetta svo agaleg? Nei," sagði Gullit í samtali við blaðamenn, að því er fram kemur á fréttavef BBC.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×