Eignarnám HS Orku er ekki á dagskránni 26. janúar 2011 00:01 HS orka Starfshópur um lagaramma orkuvinnslu lagði meðal annars til við iðnaðarráðherra að stefnt yrði að því að stytta leigutíma á nýtingarrétti auðlinda þannig að hann yrði í anda yfirlýstra markmiða stjórnvalda. Fréttablaðið/Valli Orkumál Eignarnám ríkisins á HS Orku er ekki á dagskrá, samkvæmt áfangaskýrslu starfshóps um lagaramma orkuvinnslu sem iðnaðarráðherra kynnti ríkisstjórn í gær. Ríkisstjórnin hefur falið iðnaðarráðherra, í samstarfi við fjármálaráðherra, að taka upp viðræður við HS Orku, eigendur félagsins og hlutaðeigandi sveitarfélög um styttingu leigutíma nýtingarréttar fyrirtækisins. Lögð er áhersla á að tryggja ríkinu ótímabundinn forkaupsrétt á hlutum Magma Energy Sweden í HS Orku. „Jafnframt er lögð áhersla á að samið verði um kaup opinberra aðila og innlendra aðila eins og lífeyrissjóða á hlutum í HS Orku,“ segir í tilkynningu ríkisstjórnarinnar. Þar kemur einnig fram að ákveðið hafi verið að ganga til samninga við Reykjanesbæ um kaup á jarðauðlindum. Samtök atvinnulífsins hafa á vef sínum eftir Ásgeiri Margeirssyni, stjórnarformanni HS Orku, að orðspor Íslands meðal erlendra fjárfesta fari versnandi vegna pólitískrar óvissu og umræðu um þjóðnýtingu. Nú sé svo komið að menn velti fyrir sér kaupum á tryggingum fyrir pólitískum upphlaupum líkt og tíðkist í ríkjum þar sem stjórnarfar sé óstöðugt og leikreglur í viðskiptum óskýrar. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra áréttar að Ísland sé vestrænt réttarríki með stjórnarskrárvarin réttindi. „Gegn þeim verður aldrei gengið nema löggjafinn hafi skilgreint skýra almannahagsmuni sem heimila svo alvarlega aðgerð,“ segir hún og bendir á að umræða sem hér hafi orðið um eignarnám stafi af því að í skýrslu nefndar um orku- og auðlindamál sé setning sérstakra laga um eignarnám HS Orku nefnd sem önnur þeirra leiða sem til greina gætu komið. Þar sé hins vegar ekki mælt með henni, heldur leiðin reifuð lögfræðilega sem kostur. Katrín segir niðurstöðu starfshópsins sem nú hafi skilað áliti alveg afdráttarlausa hvað það varði, að við óbreytt fyrirkomulag orkumála verði ekki farið í eignarnám. Hún segir að í heitum umræðum um yfirráðarétt þjóðarinnar á auðlindum sínum hafi verið gengið á stjórnmálamenn og þeir spurðir hvort þeir útilokuðu eignarnám. Hún segir hins vegar engan geta útilokað það, væri um þjóðarhagsmuni að tefla. „Við slíkar aðstæður hlytu almannahagsmunir að lokum að ráða. En þetta hefur verið blásið upp að ósekju að mínu mati. Nú liggur fyrir að eignarnám er ekki á dagskránni heldur erum við að fara í samninga sem munu tryggja aðkomu hins opinbera að fyrirtækinu og vonandi sátt um auðlindanýtinguna,“ segir hún.olikr@frettabladid.isKatrín Júlíusdóttir Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Orkumál Eignarnám ríkisins á HS Orku er ekki á dagskrá, samkvæmt áfangaskýrslu starfshóps um lagaramma orkuvinnslu sem iðnaðarráðherra kynnti ríkisstjórn í gær. Ríkisstjórnin hefur falið iðnaðarráðherra, í samstarfi við fjármálaráðherra, að taka upp viðræður við HS Orku, eigendur félagsins og hlutaðeigandi sveitarfélög um styttingu leigutíma nýtingarréttar fyrirtækisins. Lögð er áhersla á að tryggja ríkinu ótímabundinn forkaupsrétt á hlutum Magma Energy Sweden í HS Orku. „Jafnframt er lögð áhersla á að samið verði um kaup opinberra aðila og innlendra aðila eins og lífeyrissjóða á hlutum í HS Orku,“ segir í tilkynningu ríkisstjórnarinnar. Þar kemur einnig fram að ákveðið hafi verið að ganga til samninga við Reykjanesbæ um kaup á jarðauðlindum. Samtök atvinnulífsins hafa á vef sínum eftir Ásgeiri Margeirssyni, stjórnarformanni HS Orku, að orðspor Íslands meðal erlendra fjárfesta fari versnandi vegna pólitískrar óvissu og umræðu um þjóðnýtingu. Nú sé svo komið að menn velti fyrir sér kaupum á tryggingum fyrir pólitískum upphlaupum líkt og tíðkist í ríkjum þar sem stjórnarfar sé óstöðugt og leikreglur í viðskiptum óskýrar. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra áréttar að Ísland sé vestrænt réttarríki með stjórnarskrárvarin réttindi. „Gegn þeim verður aldrei gengið nema löggjafinn hafi skilgreint skýra almannahagsmuni sem heimila svo alvarlega aðgerð,“ segir hún og bendir á að umræða sem hér hafi orðið um eignarnám stafi af því að í skýrslu nefndar um orku- og auðlindamál sé setning sérstakra laga um eignarnám HS Orku nefnd sem önnur þeirra leiða sem til greina gætu komið. Þar sé hins vegar ekki mælt með henni, heldur leiðin reifuð lögfræðilega sem kostur. Katrín segir niðurstöðu starfshópsins sem nú hafi skilað áliti alveg afdráttarlausa hvað það varði, að við óbreytt fyrirkomulag orkumála verði ekki farið í eignarnám. Hún segir að í heitum umræðum um yfirráðarétt þjóðarinnar á auðlindum sínum hafi verið gengið á stjórnmálamenn og þeir spurðir hvort þeir útilokuðu eignarnám. Hún segir hins vegar engan geta útilokað það, væri um þjóðarhagsmuni að tefla. „Við slíkar aðstæður hlytu almannahagsmunir að lokum að ráða. En þetta hefur verið blásið upp að ósekju að mínu mati. Nú liggur fyrir að eignarnám er ekki á dagskránni heldur erum við að fara í samninga sem munu tryggja aðkomu hins opinbera að fyrirtækinu og vonandi sátt um auðlindanýtinguna,“ segir hún.olikr@frettabladid.isKatrín Júlíusdóttir
Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira