Grafalvarleg staða kirkjugarða á Íslandi - hafa varla efni á að jarða 2. júní 2011 14:06 Myndin er úr safni. „Það stefnir í óefni í þessu málum," segir Þórsteinn Ragnarsson, formaður Kirkjugarðasambands Íslands, en aðalfundur sambandsins var haldið á Húsavík síðustu helgi. Þar spunnust miklar hitaumræður um bága fjárhagsstöðu kirkjugarða á Íslandi. „Mér dauðbrá sem formanni því það heyrðist úr öllum áttum að þeir hefðu engan pening til þess að greiða prestum og verktökum," segir Þórsteinn en það var þungt hljóðið í fundarmönnum. Þórsteinn segir að sambandið hafi verið stofnað árið 1995 og síðan þá hefði það leitast við að fá framlög frá ríkinu til þess að standa að greftrun Íslendinga. Framlagið nægði ekki þá heldur. Það var svo árið 2005 sem ríkið gerði samning við kirkjugarða og komust þá málin í þokkalegt lag að sögn Þórsteins. „Svo verður hrunið og ríkisfjármálin fara svolítið á hliðina," segir Þórsteinn en í kjölfarið sleit ríkið samkomulaginu einhliða að hans sögn. Þórsteinn segir fjárþörf garðanna vera ellefu hundruð milljónir króna. Núna séu þeir reknir fyrir tæplega 850 milljónir. Spurður hvernig kirkjugarðar mæta þessum halla svarar Þórsteinn því til að kirkjugarðarnir gangi á umhirðugjöldin sem aftur bitnar alvarlega á ásýnd garðanna. Þórsteinn segist hafa reynt að funda með ráðamönnum um málið, meðal annars innanríkisráðherra, „en þetta er eins og að tala við steyptan vegg," útskýrir hann. Á hverju ári þarf að taka grafir fyrir um tvö þúsund Íslendinga. „Það sorglega er að Íslendingar hafa ekki lengur efni á að grafa ástvini," segir Þórsteinn en aðstandendur borga ekki kostnaðinn af greftrun ástvina. Spurður hvað sé til ráða segist Þórsteinn vilja endurvekja samkomulagið sem var gert árið 2005 en leiðrétta einingaverðið og samræma það verðlagi dagsins í dag. Þórsteini var falið að koma upplýsingum um fjárhagsvandræði kirkjugarða til ríkisstjórnar og ráðuneytismanna á aðalfundi sambandsins um helgina. „Sumir á fundinum höfðu á orði að þarna væri um grafalvarlegt vandmál að ræða," segir Þórsteinn. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira
„Það stefnir í óefni í þessu málum," segir Þórsteinn Ragnarsson, formaður Kirkjugarðasambands Íslands, en aðalfundur sambandsins var haldið á Húsavík síðustu helgi. Þar spunnust miklar hitaumræður um bága fjárhagsstöðu kirkjugarða á Íslandi. „Mér dauðbrá sem formanni því það heyrðist úr öllum áttum að þeir hefðu engan pening til þess að greiða prestum og verktökum," segir Þórsteinn en það var þungt hljóðið í fundarmönnum. Þórsteinn segir að sambandið hafi verið stofnað árið 1995 og síðan þá hefði það leitast við að fá framlög frá ríkinu til þess að standa að greftrun Íslendinga. Framlagið nægði ekki þá heldur. Það var svo árið 2005 sem ríkið gerði samning við kirkjugarða og komust þá málin í þokkalegt lag að sögn Þórsteins. „Svo verður hrunið og ríkisfjármálin fara svolítið á hliðina," segir Þórsteinn en í kjölfarið sleit ríkið samkomulaginu einhliða að hans sögn. Þórsteinn segir fjárþörf garðanna vera ellefu hundruð milljónir króna. Núna séu þeir reknir fyrir tæplega 850 milljónir. Spurður hvernig kirkjugarðar mæta þessum halla svarar Þórsteinn því til að kirkjugarðarnir gangi á umhirðugjöldin sem aftur bitnar alvarlega á ásýnd garðanna. Þórsteinn segist hafa reynt að funda með ráðamönnum um málið, meðal annars innanríkisráðherra, „en þetta er eins og að tala við steyptan vegg," útskýrir hann. Á hverju ári þarf að taka grafir fyrir um tvö þúsund Íslendinga. „Það sorglega er að Íslendingar hafa ekki lengur efni á að grafa ástvini," segir Þórsteinn en aðstandendur borga ekki kostnaðinn af greftrun ástvina. Spurður hvað sé til ráða segist Þórsteinn vilja endurvekja samkomulagið sem var gert árið 2005 en leiðrétta einingaverðið og samræma það verðlagi dagsins í dag. Þórsteini var falið að koma upplýsingum um fjárhagsvandræði kirkjugarða til ríkisstjórnar og ráðuneytismanna á aðalfundi sambandsins um helgina. „Sumir á fundinum höfðu á orði að þarna væri um grafalvarlegt vandmál að ræða," segir Þórsteinn.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira