Grafalvarleg staða kirkjugarða á Íslandi - hafa varla efni á að jarða 2. júní 2011 14:06 Myndin er úr safni. „Það stefnir í óefni í þessu málum," segir Þórsteinn Ragnarsson, formaður Kirkjugarðasambands Íslands, en aðalfundur sambandsins var haldið á Húsavík síðustu helgi. Þar spunnust miklar hitaumræður um bága fjárhagsstöðu kirkjugarða á Íslandi. „Mér dauðbrá sem formanni því það heyrðist úr öllum áttum að þeir hefðu engan pening til þess að greiða prestum og verktökum," segir Þórsteinn en það var þungt hljóðið í fundarmönnum. Þórsteinn segir að sambandið hafi verið stofnað árið 1995 og síðan þá hefði það leitast við að fá framlög frá ríkinu til þess að standa að greftrun Íslendinga. Framlagið nægði ekki þá heldur. Það var svo árið 2005 sem ríkið gerði samning við kirkjugarða og komust þá málin í þokkalegt lag að sögn Þórsteins. „Svo verður hrunið og ríkisfjármálin fara svolítið á hliðina," segir Þórsteinn en í kjölfarið sleit ríkið samkomulaginu einhliða að hans sögn. Þórsteinn segir fjárþörf garðanna vera ellefu hundruð milljónir króna. Núna séu þeir reknir fyrir tæplega 850 milljónir. Spurður hvernig kirkjugarðar mæta þessum halla svarar Þórsteinn því til að kirkjugarðarnir gangi á umhirðugjöldin sem aftur bitnar alvarlega á ásýnd garðanna. Þórsteinn segist hafa reynt að funda með ráðamönnum um málið, meðal annars innanríkisráðherra, „en þetta er eins og að tala við steyptan vegg," útskýrir hann. Á hverju ári þarf að taka grafir fyrir um tvö þúsund Íslendinga. „Það sorglega er að Íslendingar hafa ekki lengur efni á að grafa ástvini," segir Þórsteinn en aðstandendur borga ekki kostnaðinn af greftrun ástvina. Spurður hvað sé til ráða segist Þórsteinn vilja endurvekja samkomulagið sem var gert árið 2005 en leiðrétta einingaverðið og samræma það verðlagi dagsins í dag. Þórsteini var falið að koma upplýsingum um fjárhagsvandræði kirkjugarða til ríkisstjórnar og ráðuneytismanna á aðalfundi sambandsins um helgina. „Sumir á fundinum höfðu á orði að þarna væri um grafalvarlegt vandmál að ræða," segir Þórsteinn. Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sjá meira
„Það stefnir í óefni í þessu málum," segir Þórsteinn Ragnarsson, formaður Kirkjugarðasambands Íslands, en aðalfundur sambandsins var haldið á Húsavík síðustu helgi. Þar spunnust miklar hitaumræður um bága fjárhagsstöðu kirkjugarða á Íslandi. „Mér dauðbrá sem formanni því það heyrðist úr öllum áttum að þeir hefðu engan pening til þess að greiða prestum og verktökum," segir Þórsteinn en það var þungt hljóðið í fundarmönnum. Þórsteinn segir að sambandið hafi verið stofnað árið 1995 og síðan þá hefði það leitast við að fá framlög frá ríkinu til þess að standa að greftrun Íslendinga. Framlagið nægði ekki þá heldur. Það var svo árið 2005 sem ríkið gerði samning við kirkjugarða og komust þá málin í þokkalegt lag að sögn Þórsteins. „Svo verður hrunið og ríkisfjármálin fara svolítið á hliðina," segir Þórsteinn en í kjölfarið sleit ríkið samkomulaginu einhliða að hans sögn. Þórsteinn segir fjárþörf garðanna vera ellefu hundruð milljónir króna. Núna séu þeir reknir fyrir tæplega 850 milljónir. Spurður hvernig kirkjugarðar mæta þessum halla svarar Þórsteinn því til að kirkjugarðarnir gangi á umhirðugjöldin sem aftur bitnar alvarlega á ásýnd garðanna. Þórsteinn segist hafa reynt að funda með ráðamönnum um málið, meðal annars innanríkisráðherra, „en þetta er eins og að tala við steyptan vegg," útskýrir hann. Á hverju ári þarf að taka grafir fyrir um tvö þúsund Íslendinga. „Það sorglega er að Íslendingar hafa ekki lengur efni á að grafa ástvini," segir Þórsteinn en aðstandendur borga ekki kostnaðinn af greftrun ástvina. Spurður hvað sé til ráða segist Þórsteinn vilja endurvekja samkomulagið sem var gert árið 2005 en leiðrétta einingaverðið og samræma það verðlagi dagsins í dag. Þórsteini var falið að koma upplýsingum um fjárhagsvandræði kirkjugarða til ríkisstjórnar og ráðuneytismanna á aðalfundi sambandsins um helgina. „Sumir á fundinum höfðu á orði að þarna væri um grafalvarlegt vandmál að ræða," segir Þórsteinn.
Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sjá meira